Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 48
Fréttir
SPILLIR UPPRISA HOLDSINS SJÓNINNI?
Lyfjaframleiðandinn Pfizer hefur sett á markað lyf, Viagra, til að lyfta linum limum karlmanna.
Ljóst er að lyfið hefur þau áhrif sem því eru ætluð. Samkvæmt nýlegri skýrslu í The New
England J'ournal ofMedicine (388, bls. 1397) leiddi rannsókn á 532 körlum, sem sumir tóku
Viagra en aðrir þóknunarlyf, í ljós að þeirn sem fengu 100 mg af lyfinu stóð tvöfalt oftar en
áður. Þessum körlum tókust samfarir í 69% tilvika samanborið við 22% í viðmiðunarhópnum.
James Barada, vísindamaður við Kynheilsustofnun karla (Center for Male Sexual
Health) í Albany, New York, dregur þessar tölur í efa þótt hann vefengi ekki áhrif lyfsins.
Hann segir að margir þeirra karla sem tóku þátt í rannsókninni séu ekki getulausir en harmi
aðeins missi æskuþróttar síns, og einungis þriðjungur þeirra sem raunverulega hafi misst
kyngetu sína öðlist nægilega reisn til samfara eftir neyslu lyfsins.
Öllu verra er að lyfinu fylgja ýmsar aukaverkanir. Einna verst er sú að litarskyn sumra
neytenda þess spillist þannig að bláskyn þeirra eflist. Hvort tveggja, aukin kyngeta og
trufluð litasjón, gæti tengst ensími, fosfódíesterasa. Verkun Viagra byggist á að lyfið hel'tir
verkun þessa ensíms í limnum en sams konar ensím í keilum augnbotnsins er forsenda
eðilegrar litasjónar.
Augnlæknar benda á að sjónhimnur í fólki með arfgenga veilu í gerð fosfódíesterasa
skemmist oft þegar á ævina líður án þess rönd verði við reist. Sykursýki, sem er algeng orsök
getuleysis, veldureinnig oft sjónhimnuskemmdum.
Pfizer kveðst hafa kannað áhrif lyfsins á sjón neytenda en félag bandarískra augnlækna,
The American Academy of Opthalmologists, krefst frekari rannsókna..
New Scientist 16.5.1998.
Örnólfur Thorlacius endursagði.
Breska ríkisstjórnin lætur nú kanna aðferðir til að virkja sjávarbylgjur en tillögum um það
hefur verið stungið undir stól frá því að stjórnvöld höfnuðu þeim árið 1982 sem óarðbærum.
Vísindamennirnir sem aðferðirnar boðuðu héldu því þá fram að ráðherrar legðust gegn
hugmyndum þeirra til að vernda kjarnorkuaflstöðvar. Þessar hugmyndir voru sex og komu
frá fjórum löndum, Skotlandi, írlandi, Svíþjóð og Kóreu. Vegna áhugaleysis Breta sóttu
uppfinningamennirnir um styrk frá Evrópusambandinu og fengu hann.
Nú hefur ráðamaður bresku stjórnarinnar bent á það að þrjár af þessum sex hugmyndum
séu komnar á það stig að þær skili orku fyrir minna en sex pens á kílóvattstund, en á því verði
telst raforka samkeppnisfær á breskum markaði. Einkum beinist athyglin að The Nodding
Duck, „öndinni á öldunum“, sem Stephen Salter við Edinborgarháskóla hannaði og getur
skilað raforku fyrir 2,6 pens á kílóvattstund, með því að hossast á sjónum.
New Scientist 16. 5.1998.
Örnólfur Thorlacius endursagði.
126