Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 54
Steindór kynntist snemma hugmyndum Nordhagens og annarra norskra grasa- frœðinga, um að plöntur hefðu lifað af ísöldina á auðum fjallasvœðum í Noregi, og fékk áhuga á að kanna þau efni hér á landi. Birti hann um það margar ritgerðir, fyrst 1937 í Náttúrufrœðingnum, síðar í Arsriti Rœktunarfélags Norðurlands 1954, í ritum Vísindafélags Islendinga 1962 og aftur í Náttúrufrœðingnum 1964. Megin- rökin sem Steindór notaði til að styðja svokallaða vetursetukenningu plantna á Islandi voru byggð á útbreiðslukortum sem hann gerði af allmörgum tegundum. Þar kom fram að margar tegundir með takmarkaða útbreiðslu voru bundnar við eða tengdust svokölluðum miðsvœðum, sem að mati Steindórs féllu nokkuð saman við þau svœði sem jarðfrœðingar töldu líkur á að hefðu getað staðið upp úr ísaldarjöklinum. Síðan meginritgerð Steindórs um þetta efni var birt (1962) hefur mikið bœst við þekkingu okkar um útbreiðslu plantna á Islandi. Nú er Ijóst að fyrir margar afþeim plöntum sem Steindór notaði sem rök í kenningu sína eru aðrar nærtækari skýr- ingar á hinni sérkennilegu útbreiðslu þeirra en sú að þœr hafi hjarað afísöldina á svokölluðum miðsvœðum. En það breytir þó engu um það að enn hefur vetur- setukenningin hvorki verið endanlega sönnuð né afsönnuð að því er Island snertir. Eitt síðasta framlag Steindórs til gróður- sögunnar var þegar hann vakti athygli á merkingu orðsins „heiði“ í landslagi á Islandi í grein í Arsriti Skógrœktarfélags Islands árið 1990. Byggist sú hugmynd á því að heiði hafi merkt skóglaust land á landnámsöld, þegar mörg nafnanna urðu til. Þegar hér var komið var Steindór orðinn of sjóndapur til að geta notað landabréf og rakið heiðarnöfnin um allt landið. Því verður það vœntanlega eftir- manna hans að skoða þessa hugmynd hans nánar. ÖNNUR RITSTÖRF Auk þess beina framlags til grasafrœði- rannsókna sem þegar hefur verið rakið var Steindór stórvirkur á tveimur öðrum sviðum sem náið tengjast náttúrufrœði. Annars vegar eru þýðingar hans á gömlum náttúrufræði- og ferðabókum og hins vegar skrif hans um œvi og stöif annarra náttúrufrœðinga og ferðafrömuða. Má þar nefna þýðingu hans á Ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar, Ferðabók Sveins Pálssonar, Ferðabók Olafs Olavius, dagbœkur Henry Hollands í Islandsferð, Islandsleiðangrar Stanleys, Niels Horrew- bow og Daniels Bruun, samtals nokkuð á þriðja þúsund blaðsíður. Þegar litið er yfir œvistörf Steindórs Steindórssonar vekur það einkum athygli hversu afkastamikill hann hefur verið á ritvellinum og það á mörgum mismunandi vígstöðvum. Auk þess sem hér hefur verið rakið og tengist náttúrufrœðinni ritaði hann fjölda greina um þjóðlegan og sögulegan fróðleik, um menn og málefni, tók saman kennslubækur, ítarlegar lýsing- ar á landi og leiðum, auk ótal ritdóma og ritstjórnarleiðara um málefni lands og þjóðar f Heima er bezt. Fyrir allt þetta hefur hann fundið tíma í hjáverkum frá tvöföldu ævistarfi sínu sem grasafrœðingur, kennari og skólastjóri í 42 ár. Svo virðist sem Steindór hafi haft þann hœfileika að geta ritað viðstöðulítið beint af penna fram, án þess að þurfa að breyta eða lagfœra mikið eftir á það sem einu sinni var komið á blað. Kann það að skýra að hluta hin miklu afköst hans, en einnig það hversu ötull hann var og nýtinn á tímann. Hörður Kristinsson. 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.