Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 52
tók þóitt í stofnun Ferðafélags Akureyrar og Sálarrannsóknafélagsins, var í stjórn Rœktunarfélags Norðurlands, Norrœna félagsins á Akureyri og Skógrœktarfélags Eyfirðinga. Einnig starfaði hann lengi í Frímúrarareglunni. Þá starfaði hann lengi í Alþýðuflokknum, sat um nokkurn tíma í bæjarstjórn Akureyrar og í stjórn Laxár- virkjunar. Arið 1947 sat hann um skeið sem varamaður á Alþingi. Auk þess var hann lengi ritstjóri tímaritsins Heima er bezt, og ritaði þá leiðara og ritfregnir í ritið nánast í hverjum mánuði. Steindór Steindórsson frá Hlöðum lést á Akureyri þann 26. apríl 1997, tœpra 95 ára að aldri, að eigin sögn elstur allra íslenskra náttúrufrœðinga fyrr og síðar. Og hver hefði átt að vita það betur en einmitt Steindór sjálfur, sem skrifaði þykka bók um fyrirrennara sína 18 að tölu, allt frá Oddi Einarssyni biskupi til Guðmundar G. Bárðarsonar jarðfrœðings. En fast á hœla Steindóri kemur Ingólfur Davíðsson grasafrœðingur, aðeins fimm mánuðum yngri. Honum tókst aðfylla 95 árin og ríflega það og hefurþvísamkvæmt þessu náð hœstum aldri íslenskra náttúrufrœðinga. Steindóri var sýndur margvíslegur sómi fyrir störf sín. Hann var gerður að heiðurs- doktor við Háskóla Islands og hann var heiðursfélagi Hins íslenska náttúrufrœði- félags. Rannsúknir En nú skal vikið aftur að viðfangsefnum Steindórs á sviði grasafrœðinnar. Það voru einkum þrjú svið sem Steindór lagði stund á. I fyrsta lagi voru íslensku gróður- samfélögin viðfangsefni hans, en þar var hann brautryðjandi. Ritsmíðar hans á því sviði voru mestar að umfangi innan grasafrœðinnar. 1 öðru lagi var íslenska flóran viðfangsefni hans, einkum út- breiðsla plantnanna og einnig fann hann nokkrar nýjar tegundir sem ekki höfðu áður fundist í landinu. Þriðja megin- verkefni hans var gróðursagan, einkum um uppruna, innflutning og framvindu flór- unnar í landinu. Cróðurfélögin Eins og áður var vikið að hófust rann- sóknir Steindórs á vettvangi í Flóanum og í Safamýri 1930-1931. Þar voru gróður- breytingar, sem fylgdu breyttri grunn- vatnsstöðu vegna áveitu og farvegs- breytinga fljótanna á Suðurlandsundir- lendinu, viðfangsefni hans. Strax árið 1931 hóf Steindór ferðir um hálendið með þátttöku í leiðöngrum með Pálma Hannes- syni rektor. Hann fór um Landmannaafrétt við Fjallabaksleið nyrðri, Brúarörœfi og Kringilsárrana, síðar um Snœfell, Eyja- bakka og yfir í Víðidal í Lóni og að lokum um Síðumannaafrétt og Lakagíga árið 1937. Auk þessara hálendisferða fór hann um Melrakkasléttu 1934 og um svœðið norðan við Isafjarðardjúp 1938. Um flestar þessar rannsóknir skrifaði hann ritgerðir jafnóðum og birti. Flest meginritin voru birt á ensku, en einnig birti hann rit á þýsku og dönsku auk íslensku. I rannsóknum á íslenskum gróðursamfélögum beitti Steindór aðferð- um, kenndum við Raunkiœr, sem hann hafði lœrt í námi sínu í Kaupmannahöfn. M0lholm-Hansen, sem einnig var kennari Steindórs, hafði áður beitt þessum að- ferðum í rannsóknum sínum á Tvídœgru og Arnarvatnsheiði fyrir 1930. Auk þess að gera grein fyrir liverju svœði fyrir sig safnaði Steindór smátt og smátt saman gróðurmœlingatöflum víðsvegar af land- inu úr mismunandi gróðurlendum og vann úr þeim fiokkun og skilgreiningu íslenskra gróðursamfélaga. Yfirlit yfir gróðursam- félögin birti hann fyrst 1951, síðar i bók- inni Gróður á Islandi 1964, í skrá yfir íslensk gróðurhverfi 1973 og yfirliti í tengslum við gróðurkortagerð 1980. Þótt rannsóknir Steindórs spanni öll helstu gróðursamfélög landsins, að undan- skildum nokkrum samfélögum þar sem mosar og fléttur eru ríkjandi, þá eru rit hans um mýragróður og hálendisgróður meiri að umfangi en annað. Um hálendis- gróður Islands fjallar hann í einni bók í ritröðinni Botany of lceland 1945 og í ritgerðasafhi sem birtist í tímaritinu Flóru 1964-1966. Um mýragróður Islands birtist 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.