Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 7
2. mynd. Vöxtur og minnkun Surtseyjar 1963-1998. Surtsey kom upp úr sjó 15. nóvember 1963 og meðan á eldgosum stóð stœkkaði eyjan mjög ört. Eftir að gosum láuk í júní 1967 hefur Surtsey minnkað verulega afvöldum sjávarrofs. I fyrstu var rofið mjög ört en síðan hefurjafn og þétt dregið úrþví. Verið er að útbúa nýtt kort af Surtsey eftir loftmynd frá 23. ágúst 1998 (1. mynd) og samkvæmt því er flatarmál hennar nú 1,48 km2. Náttúrufræðistofnun íslands dvöldust í Surtsey dagana 20- 23. júlí. Grasafræðingar kortlögðu útbreiðslu háplantna og flétta. Nýjar tegundir plantna fundust og eins nýir fundarstaðir þeirra. 47 tegundir háplantna fundust en síðan 1965 hafa fundist alls 54 háplöntutegundir í Surtsey. Dýrafræðingur á vegum Hringormanefndar flaug yfir Surts- ey 25. ágúst til að fylgjast með landsel sem hefur kæpt annað slagið á norðurtanganum (Surtseyjarfélagið 1993). Sjávarlíffræðingur frá Hafrannsókna- stofnuninni heimsótti Surtsey 15. október. Safnað var þörungum í fjörunni en alls hafa fundist 25 tegundir þörunga þar. Þess má geta að fyrsta plantan sem fannst í Surtsey (1964) var þörungur. Þá var fylgst með útsel bæði á landi og úr lofti, en útselur hefur kæpt þarna að staðaldri á haustin. Jarðfræðingar frá Náttúrufræðistofnun, Orkustofnun og Náttúrustofu Suðurlands dvöldust í Surtsey dagana 21.-24. ágúst. Jarðhiti var mældur bæði á yfirborði innan jarðhitasvæðisins, sem myndaðist 1967, og í borholu þeirri sem tekin var 1979. Þá var útbreiðsla jarðmyndana kortlögð að nýju, en verið er að vinna nýtt jarðfræðikort af Surtsey í mælikvarðanum 1:5.000 og mun það koma út í árslok 1998. Síðasta kort af Surtsey var byggt á loftmyndum teknum 1993 (Landmælingar íslands 1994). Landmælingar íslands hafa tekið alls 42 myndir af Surtsey síðan 1964. Hér er um að ræða einstæða röð mynda er sýnir vel vöxt og rof eldfjallaeyjar. A 2. mynd sést hvernig Surtsey hefur vaxið og minnkað að flatannáli á tímabilinu 1963-1998. Eyjan var orðin 2,7 km2 í lok gossins 1967, en er nú aðeins 1,48 km2. Þrátt fyrir þetta er ekki ástæða til að örvænta um örlög Surtseyjar; eldri Vest- mannaeyjarnar, sem mynduðust á sama hátt, hafa staðist sjávarrofið vel. Félagai' úr Hellarannsóknafélagi Islands dvöldust í Surtsey 26. ágúst til 3. september. Einn nýr hellir fannst en þrír hellar voru kort- lagðir nákvæmlega. I Surtsey hafa fundist alls tíu hraunhellar, fleiri en annars staðar á landinu, miðað við stærð svæðisins (Sig- urður S. Jónsson & Björn Hróarsson 1990). I sumum hellanna hafa varðveist sjaldgæfar 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.