Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 9
ÁGÚST H. BJARNASON Skarlatsdiskur I Skaftafellsþingi Asksveppurinn Aleuria aurantia (Fr.) Fuckel óx á Stjórnarsandi1 Hinn 6. september 1997 var höjundur að huga að gróðri í sandhólum á Stjómarsandi í Vestur-Skaftafellssýslu, innan girðingar Landgræðslu ríkisins. A einum stað eru hólarnir þéttgrónir stórvaxinni klóelftingu (Equisetum arvense L.) nœr eingöngu en þó ásamt reytingi af hundasúru (Rumex acetosella L.) á stöku stað. Þar sást glitta í fjórar rauðar flögur sem til að sjá líktust einna helst plastskífum, en ýmsu rusli hefur verið komið fyrir þarna í sandinum. Við nánari athugun reyndist hér vera asksveppurinn Aleuria aurantia (Fr.) Fuckel (samnefni: Peziza aurantia Pers. ex Fr.), eða skarlatsdiskur eins og Helgi Hallgrímsson nefnir hann. Sveppurinn heyrir undir skálsveppabálk (Pezizales) og er nú talinn til eyrasveppsœttar (Otideaceae). Skarlatsdiskur er mjög áberandi tegund, því að askhirslurnar, eða aldinin eins og suinir nefna þær, --------- em bæði stórvaxnar og rauðlitar. Stærsta eintakið var 18 cm að þvermáli. Askhirslurnar eru með öllu staflausar, svo að þær sitja í berum sandinum, og eru disklaga til skálarlaga með lítið eitt sveigða og beygða jaðra. Eins og áður sagði eru þær rauðar, eða nánar tiltekið skarlatsrauðar, þ.e.a.s. með rauðgulum blæ. Sveppurinn er bragðlaus. Askarnir, sem mynda askbeðinn ásamt stoðíinum, eru rétt innan við 200 p.m á lengd og 10-12 pm á breidd. Þeir eru með loki á Ágúst H. Bjamason (f. 1945) lauk fil.kand.-prófr í líffræði og jarðfræði við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð 1969 og doktorsprófi í grasaffæði (vist- fræði) við sama skóla (Vaxtbiologiska Institutionen) 1991. Ágúst stundar á eigin vegurn athuganir í grasa- fræði, einkum á gróðurfélögum og mosum. enda (operculate). Stoðímurnar eru mun mjórri, eða 3-6 pm, og flestar kylfulaga í toppinn. í hverjum aski eru átta oddbaugótt gró eða eins og sporaskja að lögun. Gróin eru 13,5-16 pm á lengd og 7-9 pm á breidd. Fullþroska eru þau alsett netmunstri og því til að sjá vörtótt á jöðrum. Til beggja enda standa út örlitlir nabbar, rúmir 1 pm á lengd. Tveir fitudropar eru mjög greinilegir í hverju grói. Útlag askhirslunnar er móskulega grá- brúnt að lit. Það skiptist í tvö lög; innra lagið er að mestu leyti úr sívölum þráðum (ímum), sem fléttast saman, en ytra lagið er jafnt úr stórum hnöttóttum og hyrndum frumum, 'Stjórnarsandur er sléttlendi fyrir austan Kirkju- bæjarklaustur. Skaftá var veitt yfir sandinn og hann girtur 1977 með það í huga að rækta þar graslendi. Náttúrufræðingurinn 68 (2), bls. 87-90, 1998. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.