Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 13
Um gjóskufall í OrkNEYJUM L845 igurður Þórarinsson (1980, 1981) tók saman ýmsar heimildir um gjósku úr íslenskum eldgosum á síðari öldum sem vart hafi orðið erlendis. I grein sinni 1981 nefnir hann sér- staklega að gjóska frá Heklugosi því sem hófst snemma dags 2. september 1845 hafi fallið á skip eitt nærri Orkneyjum morguninn eftir. Einnig vitnar Sigurður í grein R. Burtons (1875-76), sem rifjar í framhjáhlaupi upp öskufall á léreft lögð út til bleikingar (þá nótt) á Hjaltlandi. í útdrætti veggspjalds um merkar rannsóknir sínar á gjóskulögum í mómýrum nyrst á Bretlandseyjum endur- taka Guðrún Larsen o.ll. (1995) frásögn Sigurðar um þetta eina skip og segja jafn- framt að Heklugjóska frá 1845 hafi ekki fundist í jarðvegi á Orkneyjum. Heklugosið 1845 skipar sérstakan sess í sögu þekkingar á íslenskri jarðfræði, því að í tilefni þess komu hingað nokkrir vísinda- menn frá Evrópu til rannsókna árið eftir. Birtu þeir margt um athuganir sínar (sjá t.d. 1. mynd) sem fæst verður tíundað í þessari smágrein. Hér verður aðeins hugað að því annars vegar hvaða samtímaheimildir liggi að baki viðkomandi kafla í grein Sigurðar Leó Kristjánsson (f. 1943) lauk B.Sc.-prófi í eðlisfræði frá Edinborgarháskóla 1966, M.Sc.- prófi frá Newcastleháskóla 1967 og Ph.D.-prófi frá Memorialháskólanum í St. John’s í Kanada 1973. Hann hefur verið sérfræðingur við Raun- vísindastofnun Háskólans frá 1971 og vinnur einkum að rannsóknum á bergsegulmagni og jarð- segulsviðsfrávikum. Leó var prófessor í jarðeðlis- fræði við Háskóla íslands 1991-1994 en er nú stundakennari við skólann. Þórarinssonar (1981) og hins vegar hvort gjóskudreifin úr þessu Heklugosi hafi ekki náðtil Orkneyja. Aðalheimild Sigurðar er bók eftir Danann J.C. Schythe (1847), en þar er í raun sagt að gjóska hafi fallið í Orkneyjum og á þrjú skip. Öll eru þau nefnd í Eldfjallasögu Þorvaldar Thoroddsen og í Heklueldum Sigurðar (2. mynd). Heimild Schythes um eitt skipið er stutt grein eftir J.G. Forchhammer prófessor í Kaupmannahöfn (1845a) og hefur Schythe það einnig eftir honum að aska hafi fallið í Færeyjum. í bréfifráForchhammer(1845b), sem birt var annars staðar, er nánar tilgreint að þar hafi verið um að ræða syðstu eyjarnar, Sandey og Suðurey. Forchhammer sendi sýni af gjósku þeirri sem fallið hafði á vestlægasta skipið á 2. mynd til C.G. Ehrenbergs prófessors í Berlín, en hann vann mikið að rannsóknum á ein- frumungum (Infusoria) í jarðvegi og loftryki. Ehrenberg (1845) lýsti athugunum sínum á gjóskunni fyrir vísindaakademíunni og fékk síðar send fleiri sýni af þessari gjósku frá íslandi, sumpart fyrir atbeina Finns Magnús- sonar í Kaupmannahöfn (Ehrenberg 1846a) en sumpart frá Robert Bunsen (Ehrenberg 1846b). Hvað varðar Orkneyjar er þar til að taka að séra Ch. Clouston í Sandwick, vestast á aðaleyjunni (Mainland, stundum nefnd Poinona), hafði frá 1842 séð uni veðurathug- anir sem sendar voru reglulega til birtingar í vísindatímaritum. Hann virðist hafa verið glöggur náttúruskoðari og ritaði nokkrar greinar um þessar athuganir sínar. I töflu um Náttúrufræðingurinn 68 (2), bls. 91-95, 1998. 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.