Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 10
1. mynd. Þverskorin diskhirsla; a. ask- beður, b. fóðurlag og c. útlag. - Section through an apothecium; a. hymenium, b. subhymenium and c. excipulum. sem geta náð 70 |xm að þvermáli. Við ytra borð mynda oddbaugóttar frumur örþunnt lag, svo að askhirslan er sem mjölvuð að utan. ■ ÓX SKARLATSDISKUR Á LAUGARVATNI 1935? Skarlatsdisks hefur reyndar áður verið getið frá íslandi í ritgerð um stórsveppi (Studies in the Larger Fungi oflceland), sem birtist í safnritinu The Botany of Iceland 1941. Höfundur hennar var danskur grasafræð- ingur, Mads P. Christiansen, sem ferðaðist um landið sumrin 1935 og 1937, aðallega í þeim tilgangi að kanna fífla (Taraxacum). Að auki hugaði M. P. Christiansen að sveppum, einkum í fyrri ferðinni, en þá var sprettutíð fádæma góð að hans sögn. Sumarið 1937 fann hann hins vegar lítið sem ekkert af sveppum. Afrakstur ferðar M. P. Christiansens má teljast allgóður. Hann skráði 147 tegundir stórsveppa og þar af voru um 70 tegundir áður óþekktar hér á landi. Langflesta sveppi fann hann á Laugarvatni, og þar á meðal taldi hann skarlatsdisk, sem óx í túni hinn 5. ágúst 1935. Fundur M. P. Christiansens hefur verið dreginn í efa. Ástæðan er öðru fremur sú að ekkert eintak er varðveitt í Botanisk Mu- seum í Kaupmannahöfn. Fleira mætti til tína, eins og það að tegundin vex að jafnaði í sandi og samkvæmt flestum heimildum myndar hún askhirslur undir haust, í september og október. Helst er talið líklegt að hann hafi ruglað skarlatsdiski saman við aðra skylda og um sumt líka tegund, glóðar- disk (Melastiza chateri (W.G. Smith) Boud). Sú tegund er jafnan nokkru minni og blóðrauð, en ungar askhirslur eru vaxnar stuttum, brúnleitum hárum á jöðrum, sem vilja falla af. Hins vegar eru gróin nauðalík í báðum tegundum og hægur leikur að fara villur vega. Glóðardiskur hefur fundist á nokkrum stöðum, einkum um norðan- og austanvert landið en einnig í Haukadal í Biskupstungum, rétta 25 km frá Laugarvatni (2. sept. 1963; Helgi Hallgrímsson, munnl. uppl.). 2. mynd. Hluti afaskbeði í skarlatsdiski; a. askur með átta gróum, b. stoðímur og c. þrjú askgró. - Part of the hymenium of Aleuria aurantia; a. ascus with eight spores, b. paraphyses and c. spores. ■ LOKAORÐ Af framansögðu er ljóst að skarlatsdiskur (Aleuria aurantia (Fr.) Fuckel) vex hér á landi. Ýmislegt bendir til þess að fyrri greining hafi verið röng og þetta sé því fyrsti fundur tegundarinnar hér. Annars staðar á Norðurlöndum er tegundin algeng og vex eins og hér oftast í sandi, meðfram 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.