Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 40
innihaldi bæði jarðsjó og ferskvatn frá ís-
aldarlokum. Ferskvatn þess tíma er mun
snauðara af tvívetni en úrkoma á sömu
svæðum er nú, vegna þess að í lok ísaldar
var mun kaldara og úrkoma á hverjum stað
því tvívetnissnauðari.
ÝMIS JARÐFRÆÐILEG
GÖGN
Sprungur
Athuganir á mörgum lághitasvæðum á
síðustu 10 til 15 árum hafa leitt í ljós að
jarðhitinn tengist ungum sprungum sem
örugglega hafa verið virkar eftir ísöld, því þær
skera laus jarðlög sem myndast hafa á nútíma
(síðastliðin 10 þúsund ár). Slíkar sprungur er
t.d. að fínna í tertíerum berggrunni í Glerárdal
ofan Akureyrar (Ólafur Flóvenz o.fl. 1984) og í
kvarterum berggrunni á Laugarvatni (Lúðvík
Georgssono.fi. 1988).
Lekt
Lekt í bergrunni er víða nokkuð vel þekkt,
sérstaklega á jarðhitasvæðum en einnig á
virkjunarsvæðunum við Þjórsá og Tungnaá.
Lekt bergs er mælikvarði á vatnsrennsli um
það.
Langtímaprófanir á lághitasvæðum sýna
að lekt innan svæðanna er yfirleitt miklu
meiri en í berggrunninum umhverfis. Sam-
kvæmt niðurstöðum Axels Björnssonar o.fl.
(1990) er Iekt í tertíerum jarðlögum á bilinu
1-4*10-14 m2, en þar sem jarðlög eru sprung-
in á jarðhitasvæðunum sjálfum getur lektin
verið nokkrum stærðargráðum meiri (Krist-
ján Sæmundsson og Ingvar B. Friðleifsson
1980).
Niðurstöður rannsókna á þeim lághita-
svæðum sem könnuð hafa verið með djúp-
borunum og þar sem hiti er yfir 60°C sýna að
lekt er nógu mikil til að eðlisþyngdarmunur á
heitu og köldu vatni viðhaldi hræringu í
sprungum (niðurstreymi á köldu vatni á
einum stað í sprungunni og uppstreymi á
heitu vatni á öðrum stað). Ekki er nauðsyn-
legt að hæðarmunur sé á vatnsborði til að
rennsli grunnvatns gegnum lághitakerfin
eigi sér stað.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú
liggja fyrir er lekt jarðlaga í tertíerum og
kvarterum berggrunni utan ungra sprungna
mun minni en Bragi Arnason (1976) gerði
ráð fyrir þegar hann var að meta aldur vatns
sem streymdi djúpt um berggrunninn. Axel
Björnsson o.fl. (1990) meta það svo að
grunnvatn sem streymir djúpt í ósprungnum
berggrunni sé tugi þúsunda ára á leiðinni frá
hálendi til strandar, þar sem vegalengdin er
mest. í Ijósi þessa er við því að búast að í
berggrunni á láglendi sé að finna, a.m.k.
sums staðar, vatn frá ísöld. Þótt slíkt vatn
væri staðbundin úrkoma að uppruna væri
það mun snauðara af tvívetni en staðbundin
úrkoma er í dag.
Ummyndun jarðlaga minnkar lekt þeirra.
Ummyndun og útfellingar í sprungum og
glufum í berginu aukast með dýpi (Walker
1960) og á um 3 km dýpi er talið að allar
holur, sprungur og glufur í bergi séu fylltar
af ummyndunarsteindum (Ólafur Flóvenz
o.fl. 1985). Víða auka ungar sprungur lekt
jarðlaga og valda því að lektin verður
misleit, þ.e. hún er mismikil í mismunandi
stefnur. Lághitasvæðin einkennast einmitt
af slíkri lekt. Jarðhitavatn sem kemur upp um
unga sprungu sem liggur í þéttara bergi
hlýtur því að vera blanda vatns sem seytlað
hefur um berg mismunandi lengi, háð lekt
bergsins og rennslisleiðum vatnsins. Jarð-
hitavatnið er þannig blanda af misgömlu
vatni af ýmsum uppruna. Þetta verður að
hafa f huga við túlkun á tvívetni og öðrum
kenniefnuin í jarðhitavatni.
Hitastig
Hitastig lághitakerfanna, eins og það er mælt í
borholum, breytist oft lítið yfír langt dýptarbil.
Þannig er því t.d. háttað í Laugameskerfinu í
Reykjavík, þar sem hiti mælist u.þ.b. 120°C á
400 m dýpi en í botni dýpstu holunnar á
svæðinu, á 3085 m dýpi, er hitinn nálægt 160°C
(5. mynd). Þessi jafni hiti er talinn orsakast af
uppstreymi heits vatns í jarðhitakerfinu, sem
jafnar út hilann í berginu.
Grunnar holur sem boraðar hal'a verið í
þétt berg á höfuðborgarsvæðinu og í næsta
nágrenni þess sýna að hiti vex línulega með
dýpt, um 100°C fyrir hvern kílómetra í
118