Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 1998, Blaðsíða 45
Á Hatchobaro-jarðhitasvæðinu í Japan var natríum-flúoresen sett niður í borholu. 29-125 klukkustundum síðar skilaði efnið sér í vinnsluholur sem eru í nokkur hundruð metra fjarlægð frá niðurdælingarholunni. Rennslishraðinn var 4,6-14,3 metrar á klukkustund (Tokitao.fi. 1995). Á Geysissvæðinu í Kaliforníu, sem er þurrgufusvæði, var gerð tilraun með að setja halógen-alkana í eina niðurdælingarholu og síðan fylgst með efninu í 49 vinnsluholum. Eftir einn dag mældist efnið í 13 af 16 holum sem þá var búið að safna sýnum úr. í lok tilraunarinnar, eftir 51 dag, hafði kenniefnið komið fram í 38 af þeim 49 vinnsluholum sem sýnum var safnað úr. Eftir einn dag hafði kenniefnið borist með gufunni upp í 800 me- tra hæð frá niðurdælingarholunni og upp í 1600 metra eftir fimm daga (Adams 1995). Niðurstöðurnar sýna mjög hratt gufu- streymi. Svipaða sögu er að segja af niður- stöðum kenniefnamælinga á íleiri jarðhila- svæðum, svo sem Wairakei á Nýja-Sjálandi þar sem streymi í jarðhitakerfinu nemur tugum og jafnvel hundruðum metra á dag (Bixleyo.fi. 1995). UMFJÖLLUN Líkan af lághitanum Líkan Trausta Einarssonar af lághita íslands og túlkun Braga Árnasonar á tvívetnis- innihaldi vatnsins felur í sér að lághitinn sé æstæður', þ.e.a.s. endurnýjanleg auðlind; jarðhitavatnið svari til úrkomu sem féll inn til landsins þar sem það lá hærra en á viðkomandi jarðhitasvæðum. Á leið sinni djúpt í berggrunninum að jarðhitasvæðun- um hitni það upp við að næla sér í hluta af þeim varma sem stöðugt streymir upp í gegnum jarðskorpuna úr iðrum jarðar. í hinu nýja líkani er allt annað uppi á teningnum. Lághitinn er takmörkuð auðlind. Hitagjafinn er heitt berg í rótum lághita- svæðanna. Hvert lághitasvæði á sér upphaf og endi í tíma, eftir því hver lektin er og 1 Orðið œstœður er þýðing á enska hugtakinu „steady state“. hversu lengi grunnvatnsstreymið er að kæla bergið niður. Stærstu lághitasvæðin, þar sem hiti er um og yfir 80°C, eru hræringar- kerfi. Kalt grunnvatn streymir niður í ungar sprungur, hitnar upp á nokkru dýpi við snertingu við heitt berg og stígur þá aftur til yfirborðs. Inn í þessar sprungur seytlar jafnframt vatn úr berggrunninum í nágrenni þeirra. Vatnið sem hrærist í sprungunum er tiltölulega ungt en vatnið í berggrunninum gamalt. Aldursmunurinn ræðst af mismunin- um á sprungulekt og berggrunnslekt og legu jarðhitasvæðanna í landslaginu. Elst er berggrunnsvatnið þar sem láglendi er víðáttumest og grunnvatnsstreymi hægast. Hið gamla vatn í berggrunninum getur verið frá ísöld. Irennsli þessa vatns í sprungurnar leiðir til þess að tvívetnisinnihald jarðhita- vatnsins verður lægra en í staðbundinni úrkomu í dag. HAGNÝTT GILDl UMRÆDDRA RANNSÓKNA Hversu lengi endist lághitinn? í einum rúm- kílómetra af bergi sem inniheldur 10% vatn er varminn 2,5* 1012 kJ (kíló-Joule), eða 0,6* 1012 kílókaloríur, fyrir hverja gráðu. Hugsum okkur lághitakerfi sem hefur þetta rúmmál og er upphaflega 130°C heitt. Með því að nýta það og kæla niður í 100°C, eða um 30°C, má vinna úr því varma sem nemur 30*2,5*1012 = 7,5*1013 kJ. Þetta orkumagn svarar til þess að dælt væri úr svæðinu 200 lítrum á sekúndu að meðaltali af 115°C heitu vatni í 110 ár, og er þá gert ráð fyrir að varminn úr vatninu sé nýttur með því að kæla það í 40°C. Þetta vatnsmagn, 200 lítrar á sekúndu, er einmitt sama magn og tekið var úr Laugarnessvæðinu í Reykjavík að meðal- tali áður en Nesjavallavirkjun var tekin í notkun árið 1991. Hitinn í Laugarnes- svæðinu ernálægt 130°C. Það verður að teljast góð nýting á jarð- hitakerfi ef tæknilega reynist fært að kæla allt bergið niður um 30°C. Hvort slíkt reynist unnt er að mestu háð hlutfallinu milli sprungulektar og berggrunnslektar. Ef sprungulektin er góð en berggrunnslektin 123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.