Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1998, Page 45
Á Hatchobaro-jarðhitasvæðinu í Japan var natríum-flúoresen sett niður í borholu. 29-125 klukkustundum síðar skilaði efnið sér í vinnsluholur sem eru í nokkur hundruð metra fjarlægð frá niðurdælingarholunni. Rennslishraðinn var 4,6-14,3 metrar á klukkustund (Tokitao.fi. 1995). Á Geysissvæðinu í Kaliforníu, sem er þurrgufusvæði, var gerð tilraun með að setja halógen-alkana í eina niðurdælingarholu og síðan fylgst með efninu í 49 vinnsluholum. Eftir einn dag mældist efnið í 13 af 16 holum sem þá var búið að safna sýnum úr. í lok tilraunarinnar, eftir 51 dag, hafði kenniefnið komið fram í 38 af þeim 49 vinnsluholum sem sýnum var safnað úr. Eftir einn dag hafði kenniefnið borist með gufunni upp í 800 me- tra hæð frá niðurdælingarholunni og upp í 1600 metra eftir fimm daga (Adams 1995). Niðurstöðurnar sýna mjög hratt gufu- streymi. Svipaða sögu er að segja af niður- stöðum kenniefnamælinga á íleiri jarðhila- svæðum, svo sem Wairakei á Nýja-Sjálandi þar sem streymi í jarðhitakerfinu nemur tugum og jafnvel hundruðum metra á dag (Bixleyo.fi. 1995). UMFJÖLLUN Líkan af lághitanum Líkan Trausta Einarssonar af lághita íslands og túlkun Braga Árnasonar á tvívetnis- innihaldi vatnsins felur í sér að lághitinn sé æstæður', þ.e.a.s. endurnýjanleg auðlind; jarðhitavatnið svari til úrkomu sem féll inn til landsins þar sem það lá hærra en á viðkomandi jarðhitasvæðum. Á leið sinni djúpt í berggrunninum að jarðhitasvæðun- um hitni það upp við að næla sér í hluta af þeim varma sem stöðugt streymir upp í gegnum jarðskorpuna úr iðrum jarðar. í hinu nýja líkani er allt annað uppi á teningnum. Lághitinn er takmörkuð auðlind. Hitagjafinn er heitt berg í rótum lághita- svæðanna. Hvert lághitasvæði á sér upphaf og endi í tíma, eftir því hver lektin er og 1 Orðið œstœður er þýðing á enska hugtakinu „steady state“. hversu lengi grunnvatnsstreymið er að kæla bergið niður. Stærstu lághitasvæðin, þar sem hiti er um og yfir 80°C, eru hræringar- kerfi. Kalt grunnvatn streymir niður í ungar sprungur, hitnar upp á nokkru dýpi við snertingu við heitt berg og stígur þá aftur til yfirborðs. Inn í þessar sprungur seytlar jafnframt vatn úr berggrunninum í nágrenni þeirra. Vatnið sem hrærist í sprungunum er tiltölulega ungt en vatnið í berggrunninum gamalt. Aldursmunurinn ræðst af mismunin- um á sprungulekt og berggrunnslekt og legu jarðhitasvæðanna í landslaginu. Elst er berggrunnsvatnið þar sem láglendi er víðáttumest og grunnvatnsstreymi hægast. Hið gamla vatn í berggrunninum getur verið frá ísöld. Irennsli þessa vatns í sprungurnar leiðir til þess að tvívetnisinnihald jarðhita- vatnsins verður lægra en í staðbundinni úrkomu í dag. HAGNÝTT GILDl UMRÆDDRA RANNSÓKNA Hversu lengi endist lághitinn? í einum rúm- kílómetra af bergi sem inniheldur 10% vatn er varminn 2,5* 1012 kJ (kíló-Joule), eða 0,6* 1012 kílókaloríur, fyrir hverja gráðu. Hugsum okkur lághitakerfi sem hefur þetta rúmmál og er upphaflega 130°C heitt. Með því að nýta það og kæla niður í 100°C, eða um 30°C, má vinna úr því varma sem nemur 30*2,5*1012 = 7,5*1013 kJ. Þetta orkumagn svarar til þess að dælt væri úr svæðinu 200 lítrum á sekúndu að meðaltali af 115°C heitu vatni í 110 ár, og er þá gert ráð fyrir að varminn úr vatninu sé nýttur með því að kæla það í 40°C. Þetta vatnsmagn, 200 lítrar á sekúndu, er einmitt sama magn og tekið var úr Laugarnessvæðinu í Reykjavík að meðal- tali áður en Nesjavallavirkjun var tekin í notkun árið 1991. Hitinn í Laugarnes- svæðinu ernálægt 130°C. Það verður að teljast góð nýting á jarð- hitakerfi ef tæknilega reynist fært að kæla allt bergið niður um 30°C. Hvort slíkt reynist unnt er að mestu háð hlutfallinu milli sprungulektar og berggrunnslektar. Ef sprungulektin er góð en berggrunnslektin 123

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.