Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 49
áin borið leir og fínan sand í hraunið. Þeg- ar nú vatnið hvarf úr farvegunum þornaði sandurinn, sandfok hófst og þar með eyð- ing gróðurs. Jafnframt lækkaði og hvarf hið falska grunnvatn sem verið hafði gróðri nokkur björg, lindum og lækjum við rönd hraunsins fækkaði. í áðurnefndu sundi var Stapafoss „með stórum svelg og iðukasti“ og lá farvegur árinnar þaðan austur með Klaustursfjalli, nokkuð frá fjallinu þó, því vestur af Laxárnesi er smá- blettur af eldra hrauni, sem stendur út undan Eldhrauninu. Enn má sjá á hrauninu hvar farvegurinn var. Þar er helluhrauns- belti en flæddi svo út yfir barma hans til beggja hliða (14. mynd). Austan við Laxárnes rennur áin milli hrauns og hlíðar. Það mun nú álit flestra þeirra er skoðað hafa málið í alvöru og eru staðháttum kunnugir, að það sem Landnáma nefnir Nýkoma sé vatnsfall og er þá vart um annað að ræða en Skaftá. Nafnið bendir ótvírætt til þess að byggðarmenn hafi orðið vitni að þeim atburði. Þegar áin tók að renna þessa leið breyttust aðstæður austan hraunsins. Stjórnarsandur varð til en þar kann að hafa verið a.m.k. að hluta til gróið land. Hann er að mestu vikur. Gróðurlendi meðfram hrauninu hvarf undir sand, lækir sem undan hraunrönd- inni komu og runnið höfðu í föstum far- vegum fengu ekki lengur framrás en stífl- uðust upp, en botn þeirra er nú langt fyrir neðan yfirborð jökulárinnar, sem stöðugt hækkar sinn eigin grunn. Afrennsli frá tjörnum og stöðuvötnum hækkaði svo vatn flæddi yfir gróið land. Þetta má víða sjá meðfram Landbroti að norðan og austan. Einna ljósast dæmi er Víkurflóð. Líklega varð þetta þrennt nær samtímis: Skaftá breytti um farveg, Stjórnarsandur varð til og Skjaldbreið fór í eyði. ■ HVENÆR VARÐ BREYTINGIN Engar skráðar heimildir eru þekktar unt það hvenær Skaftá breytti um farveg. Áður er getið frásagnar séra Jóns. Riti sínu um Skaftárelda lauk hann 1788. Af korti Sæmundar Hólm er ljóst að honum var kunnugt um að áin hafði áður runnið suður Landbrot. Sæmundur var fæddur og uppalinn í Hólmaseli og ætla má að kort hans sýni rétt hvar Hólmar og Hólmasel voru. Skrýtið er að hann sýnir Seglbúðar- stemmu, lítinn læk, á kortinu en ekki Tröllshyl. Röð bæja í Landbroti er ekki rétt hjá honum. Sveinn Pálsson nefnir „Skaftá hina fornu“ (Ferðabók bls. 265). Svo virðist því sem það hafi verið nokkuð almennt vitað að Skaftá hafi áður runnið þessa leið. M.a. er þess getið í heimildum að hún hafi valdið skaða á landi Ytra- Hrauns. Því má svo bæta hér við að það er engan veginn sjálfsagt að áin öll hafi strax farið í hinn nýja farveg. Ekki hef ég fundið Tröllshyl nefndan í ritum og nær er mér að halda að ljósmyndir þær sem hér birtast og teknar eru 1930 séu þær fyrstu af þeim skemmtilega stað. Skal nú aftur vikið að tímaspursmálinu. í Öræfajökli varð, 1362, mesta sprengigos sem orðið hefur hér á landi á sögulegum tíma. Öskulag frá því er að finna um allt Landbrot, Síðu og Fljóts- hverfi. í Landbroti er það víðast hvar um 2 cm þykkt. Það er ljósleitt (súrt) líparít- öskulag og afar auðþekkt. Að jafnaði er svart lag í því neðst. Jóhann Helgason jarðfræðingur, sem mest og best hefur rannsakað jarðfræði Öræfa og þar á meðal myndanir frá gosinu 1362, hefur tjáð rnér að þarna sé í raun um eitt öskulag að ræða. Þegar þess er gætt að ártalið fyrir þetta gos er þekkt er ljóst að nota má það til viðmiðunar. Þegar ég reyndi að grafast fyrir um aldur hraunsins notaði ég mér þetta á ofur- einfaldan hátt, með því að mæla frá yfir- borði lands niður á öskulagið, þ.e. niður til ársins 1362 og svo frá öskulaginu niður á hraun. Að sjálfsögðu verður að velja staði þar sem jarðlög eru sem líkust báðum megin við öskulagið, en slíkir staðir eru ekki vandfundnir. Út frá þessu má svo fá mælikvarða á hraða jarðmyndunar á þessu svæði milli ákveðinna öskulaga með þekktan aldur. Það sýndi að jarðvegs- þykknun á þessu svæði hefur verið sem 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.