Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 45
við Uxatinda austur á móts við Tröll-
hamar, það séð verður. Rauðahnúk (10.
mynd) ber hátt nálægt vesturenda gíga-
raðarinnar við Kamba og geysistórir gígir
eru í henni austur með Kömbum og einn er
þar, firnastór gjallgígur, vestan ár og hefur
Skaftá sorfið allmikið úr honum að austan.
Sá er nokkuð utan við aðalgígaröðina og er
þar með ljóst að gosið hefur á sprungubelti
fremur en á einni sprungu, en svo mun
raunar oftast vera um sprungugos. Þetta
mikla sprungubelti má rekja svo að segja
jökla á milli, frá Mýrdalsjökli til Vatna-
jökuls. Á því belti er Eldgjá og raunar
hluti af því, en sýnt hefur verið fram á að
gos í Eldgjá hefur orðið mörgum öldum
eftir gosið í Kambagígum og að hraun úr
því Eldgjárgosi hefur ekki náð niður í dal
Skaftár austur af Gjánni hvað þá lengra,
þótt nú hafi það verið fullyrt án raka í nær
100 ár (Jón Jónsson 1987). Engar eld-
stöðvar aðrar en Kambagígir eru þekktar á
þessu svæði, þær er gosið hafi hrauni af
Kötlu-Eldgjár-gerð.
Af þessum sökum, og vegna allra að-
stæðna, verður því hiklaust slegið föstu að
hraun það sem Landbrotsbyggð stendur á
sé úr Kambagígum komið og ætti því í
jarðfræðilegu samhengi að nefnast
Kambagígahraun.
■ HVENÆR VARÐ GOSIÐ?
í „dal eldanna“ er vitað um a.m.k. fjórar
eldstöðvar sem virkar hafa verið á nútíma,
þ.e. á sl. 10-12 þúsund árum. Auk þess
hefur gosið þrisvar í Eldborgaröðum
(Lakagígum). Gosin á þessu tiltölulega
afmarkaða svæði eru þá orðin sjö. Afstaða
Kambagíga til annarra eldstöðva sýnir að
mjög langt er síðan þeir voru virkir; auk
þess sýnir veðrun hraunsins og gíganna að
svo hlýtur að vera. Af því sem séð verður
kringum gígina verður ekki mikið ráðið
um aldur þeirra. Jarðlög ofan á hrauninu
niðri í Landbroti segir meira um það atriði.
Nú liggja fyrir fimm geislakolsaldurs-
ákvarðanir (14C) á gróðurleifum sem safn-
að var ofan á hrauninu hjá Ytri-Dalbæ og í
Ásgarðshálsum. Allar sýna þær háan ald-
ur, mest 6200 ± 100 14C-ár (14C ár nálgast
en er ekki sama og almamaksár). Það skal
hér tekið fram að frá neðsta aldurs-
ákvarðaða laginu niður á yfirborð hrauns-
ins eru 54 cm. Það þýðir að þegar það
öskulag féll hafði vel hálfs metra þykkur
jarðvegur náð að myndast ofan á hrauninu
á staðnum þar sem sýnið var tekið. í þeim
jarðvegi eru óhreyfð öskulög, þar á meðal
eitt alveg ofan í yfirborði hraunsins. í því
má greina mosa og gæti það þýtt að
hraunið hafi aðeins verið mosagróið þegar
sú aska féll. Sé nú borið saman gróðurfar í
Skaftáreldahrauni niðri í byggð réttum 200
árum eftir gos gæti það þýtt að Kamba-
gígahraun hafi verið a.m.k. 200 ára þegar
sú aska féll á hraunið mosa gróið. Hér skal
nú ekki meira um þetta sagt nema hvað
þetta sýnir að það er engan veginn órými-
legt að gera ráð fyrir að gosið í Kamba-
gígum hafi orðið fyrir um 6500-7000
árum, en það orðið hafa skeð fyrr.
■ FARVEGIR OG FORNARÁR
Að minnsta kosti tíu fyrstu árin eftir Skaft-
árelda var Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri
„aðeins lítil á og alveg tært bergvatn“
(Sveinn Pálsson 1945). Vafalaust hefur
svo einnig verið eftir að hraunið úr
Kambagígum hafði fallið niður eftir
gljúfrinu. Þáttur Skaftár hefst fyrir alvöru
þegar hitinn í hrauninu inni á heiðum
hefur ekki lengur megnað að breyta vatni í
gufu.
Þegar áin svo kemur niður af hálendinu
breytist hlutverk hennar, rofmátturinn
verður nánast enginn, en í stað þess að
sverfa niður fer áin nú að hlaða upp, fylla
hverja holu og sprungu í hrauninu leir og
sandi þar til það verður sem næst þétt og
vatnið tekur á ný að kvíslast um sandorpið
hraun, nýjan jökulsand. Þegar svo, eftir
aldalangt starf, áin hefur þétt hraunið
a.m.k. á köflum alveg framá brún, snýst
dæmið við á ný og áin fer að grafa sig
niður í hraunið og sinn eigin framburð
afturábak. Fallið fram af brúninni gaf
43