Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 21
Týndur hlekkur EÐA ÓFUNDINN? ÖRNÓLFUR THORLACIUS Enska hugtakið „the missing link“ er yfirleitt þýtt sem týndi hlekkurinn. Upp- haflega var með þessu átt við útdauða veru sem verið hefði á þróunarbraut- inni á milli manna og mannapa, sem sagt afkomandi apa og forfaðir manna eða „vœttur hálfsköpuð, milli manns og dýrs “ eins og Gvendur snemmbæri með hundshausinn í Nýársnóttinni. Síðar hefur hugtakið verið látið ná til þeirra tilvika - og þau eru mörg - þar sem eyða virðist vera í sögu lífheimsins eins og hún verður ráðin af stein- gervingum. síðari hluta nítjándu aldar töldu margir að rekja mætti ættir manna beint til mannapa, að górillur, simpansar eða jafnvel gibbonar væru forfeður okkar. Samkvæmt þessari hugmynd hlaut að vanta hlekk í þróunarkeðjuna, tegund á milli manns og dýrs, apamann eða apa líkan manni. Enn er því raunar stundum haldið fram að þróunarkenningin geri ráð fyrir að mann- kynið sé „komið af öpum“. Einkum eru Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Sví- þjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í Reykjavfk 1960-1967, Menntaskólann við Hamra- hlíð 1967-1980 og hefur verið rektor þess skóla frá 1980. Samhliða kennslustörfum hefur Ömólfur samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og sjónvarpi. Hann var um tíma ritstjóri Náttúrufræð- ingsins. það bókstafstrúarmenn af ýmsum toga sem gera andskotum sínum, þróunarsinnum, upp þessa skoðun. Líffræðingar láta sér hins vegar ekki lengur detta það í hug að rekja megi ættir manna til mannapa. Ættmeiðir þeirra koma saman í forfeðrum sem löngu eru útdauðir og flestir óþekktir. Það verður víst aldrei staðhæft með vissu að nútímamenn eða nútímaapar séu komnir af tilteknum frummanni eða frumapa sem leifar finnast af í jarðlögum. ■ APAPRÓFESSORINN í JENA Þýskur dýrafræðingur og heimspekingur, Ernst Heinrich Haeckel (1834-1919), pró- fessor við Háskólann í Jena, var ákafur stuðningsmaður Darwins og þróunarkenn- ingar hans. Hann benti á að ýmsar örverur yrðu hvorki dregnar í dilk með plöntum né dýrum og skilgreindi tvær nýjar flokkunar- deildir fyrir þær, til viðbótar dýraríki og plönturíki Linnés, annars vegar Monera (dreifkjörnunga), einfrumunga án afmark- aðs frumukjarna, það er gerla eða bakter- íur, hins vegar Proterista (frumverur), ein- frumunga með kjarna sem umlukinn er kjarnahjúp, en til þeirra teljast frumdýr og frumþörungar1. 1 Frumverurnar eru nú nefndar Protista, og dreifkjörn- ungamir bera oftar en ekki fræðiheitið Procaryota. Sumir telja ekki aðeins einfrumunga til frumvera heldur einnig fjölfrumuþörunga - þang og þara - og auk þess alla sveppi, jafnt einfmmunga og fjölfrum- unga. Náttúrufræðingurinn 65 (1-2), bls. 19-30, 1995. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.