Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 48
14. mynd. Austasti tangi Eldhrauns frá 1783. Helluhraunsbeltið eftir tanganum nœr miðjum sýnir hvar Skaftá rann fyrir eld. Farvegurinn fylltist fyrst, svo flóði útaf. Það varð kargahraun en hitt helluhraun. Ljósm. Jón Jónsson. hefur mikið vatn runnið fyrir eina tíð, svo sem nafnið bendir til. Vestur af Hátúnum var á læknum Messuvað og þar var stundum farið þegar farið var til kirkju að Prestsbakka snemma á þessari öld. Líklegt þykir að vaðið sé frá fyrri tíð, þegar þarna var stærra vatnsfall. Enn má greina götur að þessu vaði. Gilið má rekja að Mjóuleiru og þjóðvegur liggur um það þvert sunnan undir Hliðskjálf, en hann er hóla hæstur á þessu svæði og af honum frábært útsýni. Mjóaleira er nú ræktað tún en undir því er fínn sandur með jökulleirlögum. Þar vest- ur af, í Grjótum, er net af farvegum sem sumir liggja til Ofærugils, aðrir að Tungu- læk, sbr. kort. Norður og vestur af Trölls- hyl er ógrynni farvega og sléttur, sem verið hafa leirur meðan Skaftá rann þessa leið. Vestur af Ytra-Hrauni, á svæði sem nefnt er hraunsmelur, er fjöldi farvega ásamt sléttum, með jökulleirlögum (Arnar Sigurðsson pers. uppl.). Ætla má að gróður hafi snemma náð fótfestu í hólmum og meðfram lækjum. Voru slíkar vinjar tilefni nafnsins? Svo langt sem skyggnst verður aftur í tímann, hafa hlaup komið í Skaftá. Þá hefur framburður hennar margfaldast og flýtt þéttingu hraunsins. Sömu áhrif höfðu eldgosin sem stráðu ösku yfir láð og lög. Hlaupin urðu Skaftá örlagavaldur. ■ BREYTINGIN MIKLA - NÝKOMI Þess var áður getið að Skaftá hafi fyrrum runnið á eyrum austan við Dalbæjarstapa og svo virðist hafa verið að hluta til líka vestar, en um það má sjá merki á Svíra. Þetta gerði ána viðkvæma fyrir miklum og snöggum rennslisbreytingum og þá ekki síst þegar jakastíflur gátu orðið í henni. Hvað svo sem var, þá kom að því að „eitt jökulhlaup keyrði hana“ austur um sundið milli Heiðarháls og Dalbæjarstapa, þar sem hún síðan hefur runnið. Ekki eru heimildir fyrir því hvenær þetta gerðist; séra Jón Steingrímsson (1945) segir aðeins að „áin hafði mætt þar um í nokkur hundruð ár“, en hugsast getur að nálgast megi svar við því spursmáli eftir öðrum leiðum (sjá síðar). Þessi snögga breyting varð afdrifarík fyrir svæðið í heild. Öldum saman hafði 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.