Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 54
Fréttir Örvhentir Englendingar á MIÐÖLDUM Þrýstingur á fólk í menningarþjóðfélögum nútímans í þá veru að það beiti fremur hægri hendinni en þeirri vinstri hefur leitt til þess að erfitt er að meta hlutfail þeirra sem fæðast örvhentir. Löngum hefur verið talið að um 5% manna séu örvhentir en rannsóknir á 20. öld hafa gefið niðurstöður sem liggja á bilinu 3-13%. Tölurnar eru yfirleitt hærri því nýrri sem þær eru. Það er talið stafa af því að í seinni tíð hefur áhersla á notkun hægri handar umfram þá vinstri farið minnkandi. Breskir fornleifafræðingar hafa nýlega Iagt fram niðurstöður rannsókna sem sýna hærra hlutfall örvhentra fyrr á tímum. Metin var örvhendi hjá 80 menntunar- snauðum bændum sem grafnir voru upp úr kirkjugarði í miðaldabænum Wharram Percy í Yorkshire á Englandi. James Steele við Háskólann í Southampton og Simon Mays við Ensku erfðafræðistofnun- ina rannsökuðu beinagrindur úr gröfum frá 11. öld fram á þá 16. Þeir mældu muninn á lengd beina í hægri og vinstri handlegg á hverri beinagrind. Rétthentir menn hafa, jafnt sem örvhentir, tilhneigingu til að nota fremur ráðandi handlegg er þeir bera þunga hluti. Af þessum sökum hefur ráðandi handleggurinn tilhneigingu til að verða ívið lengri. Niðurstaðan varð sú að á 81% beina- grindanna var hægri handleggurinn lengri en sá vinstri, á 3% voru handleggirnir jafn langir og á 16% var vinstri handleggurinn lengri. Mennirnir skiptust ekki í tvo skýrt aðgreinda flokka heldur reyndist breyting- in samfelld frá hægri til vinstri þannig að öll millistig fundust. Þeir félagar halda því fram að þetta háa hlutfall örvhentra sýni að annaðhvort hafi menning samtímans látið vinstri villu örvhentra afskiptalausa eða örvhentir veitt slíkum menningaráhrifum viðnám. Þeir Steele og Mays benda á að dreifingin sé nánast eins og sú sem Marian Annett og samstarfsmenn hennar við Háskólann í Leicester fengu er þau mældu tímann hjá nútíma Bretum sem látnir voru færa til pinna á ákveðinn hátt, fyrst með annarri hendinni og síðan með hinni. Niðurstaðan var um 15% örvhendi. Til samans benda þessar rannsóknir til þess að náttúrleg tíðni örvhendi hafi haldist nær óbreytt í margar aldir. Að mestu eftir New Scientist 26. ágúst 1995. Sigmundur Einarsson tók saman. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.