Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 43
Uppsalaháls, Hraunkotsháls og Þykkva-
bæjarháls. Fyrir vestan þann síðastnefnda
hverfa þeir dæmigerðu hálsar enda er þá
líka komið að mestu út fyrir svæði
hólanna. Hraun af þeirri samsetningu sem
hér er um að ræða, þ.e. af Kötlu-Eldgjár
svæðinu, virðast samkvæmt tilraunum
(Tilley o.fl. 1967) storkna við hita á bilinu
1000-950°C og virðist því mega gera ráð
fyrir að það sé fullstorknað þegar nokkuð
kemur niður fyrir lægri töluna. Ljóst er að
slíkur firnamassi sem þetta hraun er hefur
verið áratugi að kólna, en það hefur orðið
til þess að glerið í fínasta gjalli hólanna
náði liltölulega fljótt að ummyndast í
móberg, palagónít (sjá síðar).
Bergið í hrauninu er dökkt, fínkornótt og
með litlu af feldspatdílum. Nokkuð er þó
um samsetta díla, hópdíla, plagíóklas-ágít
dOa í því, en þeir eru það eina sem að
jafnaði má sjá með berum augum. Auk
þess koma fyrir einstaka allstórir ólivín-
dílar í því. Þeir eru mjög sjaldséðir en
verða samt að teljast einkennandi fyrir
þetta eins og sum önnur hraun af Kötlu-
Eldgjár svæðinu (Sveinn Jakobsson 1979),
því þá má líka finna í Kambagígum og á
Mýrdalssandi.
Eins og áður segir var borað gegnum
hraunið til þess að finna gott vatnsból fyrir
vaxandi byggð á Kirkjubæjarklaustri.
Heita má að á borstað væri samfellt, þétt
berg niður á 22 m dýpi. Hraunbrún reynd-
ist snarbrött og þykir ekki ólíklegt að
meðalþykkt hraunsins í Landbroti sé
a.m.k. 30 m. Lengi hefur því gufa stigið
þar upp af hverjum hól og kann svæðið þá
að hafa verið „Land of tenthousand
smokes“, en gufustreymið upp gegnum
gjallhólana ásamt ríkulegri úrkomu hefur
orðið til þess að flýta ummyndun glersins,
eins og áður var sagt. Þetta sannaðist fyrst
við athugun í Flaghól, en hann er aðeins
vestan Landbrotsvegar rétt austan við
heimreið að Hátúnum. Þetta varð ljóst
sumarið 1950 og jafnframt það, sem ekki
var áður vitað, að móberg myndast á
vorum dögum þar sem ákveðin skilyrði
eru fyrir hendi. Þau voru í þessu mikla
hrauni, sem lengi var að kólna, en vatn var
41