Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 43
Uppsalaháls, Hraunkotsháls og Þykkva- bæjarháls. Fyrir vestan þann síðastnefnda hverfa þeir dæmigerðu hálsar enda er þá líka komið að mestu út fyrir svæði hólanna. Hraun af þeirri samsetningu sem hér er um að ræða, þ.e. af Kötlu-Eldgjár svæðinu, virðast samkvæmt tilraunum (Tilley o.fl. 1967) storkna við hita á bilinu 1000-950°C og virðist því mega gera ráð fyrir að það sé fullstorknað þegar nokkuð kemur niður fyrir lægri töluna. Ljóst er að slíkur firnamassi sem þetta hraun er hefur verið áratugi að kólna, en það hefur orðið til þess að glerið í fínasta gjalli hólanna náði liltölulega fljótt að ummyndast í móberg, palagónít (sjá síðar). Bergið í hrauninu er dökkt, fínkornótt og með litlu af feldspatdílum. Nokkuð er þó um samsetta díla, hópdíla, plagíóklas-ágít dOa í því, en þeir eru það eina sem að jafnaði má sjá með berum augum. Auk þess koma fyrir einstaka allstórir ólivín- dílar í því. Þeir eru mjög sjaldséðir en verða samt að teljast einkennandi fyrir þetta eins og sum önnur hraun af Kötlu- Eldgjár svæðinu (Sveinn Jakobsson 1979), því þá má líka finna í Kambagígum og á Mýrdalssandi. Eins og áður segir var borað gegnum hraunið til þess að finna gott vatnsból fyrir vaxandi byggð á Kirkjubæjarklaustri. Heita má að á borstað væri samfellt, þétt berg niður á 22 m dýpi. Hraunbrún reynd- ist snarbrött og þykir ekki ólíklegt að meðalþykkt hraunsins í Landbroti sé a.m.k. 30 m. Lengi hefur því gufa stigið þar upp af hverjum hól og kann svæðið þá að hafa verið „Land of tenthousand smokes“, en gufustreymið upp gegnum gjallhólana ásamt ríkulegri úrkomu hefur orðið til þess að flýta ummyndun glersins, eins og áður var sagt. Þetta sannaðist fyrst við athugun í Flaghól, en hann er aðeins vestan Landbrotsvegar rétt austan við heimreið að Hátúnum. Þetta varð ljóst sumarið 1950 og jafnframt það, sem ekki var áður vitað, að móberg myndast á vorum dögum þar sem ákveðin skilyrði eru fyrir hendi. Þau voru í þessu mikla hrauni, sem lengi var að kólna, en vatn var 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.