Náttúrufræðingurinn - 1995, Blaðsíða 71
dýpri jarðlög, eða brott. í framræstum
mýrum verður veðrunin hraðari vegna
lækkaðrar vatnsstöðu og útskolun járnsins
hraðari. Afrennslisvatnið litast rautt af
járni, sem síðar fellur út sem mýrarrauði.
■ SÝNATAKA
Tekin voru snið úr nokkrunt mýrum á
Norður- og Vesturlandi. Úr þeim voru þrjú
snið valin til frekari rannsókna. Fyrsta
sniðið frá Víðimýri í Skagafirði, annað frá
Borg á Mýrum og það þriðja frá Hesti í
Borgarfirði. Sniðin voru mæld og skráð á
staðnum og sýni tekin til nánari athugunar
% steinefni
0 20 40 60 80 100
2. mynd. Myndin sýnir magn steinefna í
mýrarsniði frá Borg á Mýrum. Merk-
ingarnar eru við öskulög. L táknar land-
námsöskulagið, S 1750? og S 4000? eru
Ijós öskulög líklega frá Snœfellsjökli fyrir
1750 og 4000 árum.
á rannsóknarstofu. Þar var tvennt athugað,
annars vegar steinefnamagn og hins vegar
sýrustig. Sýnin voru skorin í I cm þykkar
sneiðar sem svo var skipt í tvennt. Annar
helmingurinn var notaður til að finna
glæðitap við 550°C, svo að hægt væri að
reikna steinefnamagn jarðvegsins, hinn
helmingurinn var notaður til að mæla
sýrustig. Steinefnamagnið og sýrustigið
var síðan skráð og teiknaðar myndir af
niðurstöðunum, sem hér birtast. Myndirn-
ar sýna annars vegar hlutfall steinefna í
mýrarjarðvegi og hins vegar sýrustig. Ef
litið er á myndirnar sýnir steinefnamagnið
svipað mynstur úr þeim öllum þremur.
Steinefnamagnið er talsvert neðst í mýr-
unum, minnkar svo fljótlega og helst til-
tölulega lílið þangað til komið er ofarlega
í mýrarsniðið og ösku frá stóru eldgosun-
um fer að gæta í þeim, en gjóskugos urðu
algengari þegar leið á nútímann. Gjóskan í
% steinefni
0 20 40 60 80 100
3. mynd. Myndin sýnir magn steinefna í
mýrarsniði frá Hesti í Borgarfirði.
69