Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 1995, Síða 29
hann hafi verið vanhæfur til slíks starfs - og raunar flestir starfsmenn og ráðunautar náttúrufræðideildar safnsins á öðrum ára- tug aldarinnar. Hér undanskilur Millar einn mann, Grafton Eliot Smith. Hann var ástralskur líffærafræðingur, sérfræðingur í höfuð- beinum núlifandi og útdauðra manna. Að mati Millars hafði hann, einn þeirra er blönduðust í málið, nægilega þekkingu til að falsa leifar mannveru nákvæmlega af þeirri gerð sem sérfræðingar þessa tíma töldu að tengiliður manns og dýrs, the missing link, hefði verið. Auk þess þekkti hann snöggu blettina á herrunum á Breska safninu, og þar með hvað bjóða mátti trú- girni þeirra. Loks bendir Millar á það að þótt blekkingin hafi verið þaulhugsuð hafi hún verið tæknilega illa unnin. Reyndur og fær líffærafræðingur, sem aðgang hafði að beinunum, hlyti að hafa uppgötvað svindl- ið og vakið á því athygli, nema hann hefði sjálfur staðið að því. Grafton Eliot Smith kom til Englands frá Ástralíu árið 1896. Hann var þá hálf- þrítugur læknir og hafði getið sér gott orð fyrir rannsóknir á heila frumstæðra spen- dýra. Næstu árin vann hann við rannsóknir í líffærafræði í Cambridge. Frá aldamótum til 1909 var hann prófessor í líffærafræði við nýstofnaðan læknaskóla í Kaíró og tók þá þátt í umfangsmiklum uppgrefti í Núbíu. Árið 1909 var honum boðin prófessorsstaða í Manchester, sem hann þáði. Hann var þá 38 ára. Smith var tíður og velkominn gestur á mannfræðideild Breska safnsins í Lundúnum og kom einnig oft á uppgraftarsvæðið í Piltdown. Grafton Eliot Smith var aðlaður 1934 og lést á nýársdag 1937. Millar bendir á að það hafi snemma á öldinni verið alsiða að súta steingerð bein til að herða þau. Þurfi því ekkert saknæmt að felast í því þótt Dawson hafi sést dekkja bein í lausn málmsalta. Millar bendir líka á það að erfitl hefði verið fyrir enskan lögfræðing að komast yfir öll þau bein og tól sem fundust í Sussex án þess að það vekti athygli. Apakjálkar frá miðöldum voru til dæmis ekki á hverju strái. Smith tók hins vegar víða þátt í uppgrefti og hafði auk þess samband við mörg söfn og hefði því átt létt með að verða sér úti um þetta allt. Ekki hafa allir látið sannfærast af rök- semdum Millars. í þessu sambandi hefur verið bent á ýmislegt fleira grunsamlegt í fari Dawsons en herslu og litun á beinum. Menn fallast samt á það að hann hefði vart einn ráðið við fölsunina. Grigson (1990) gerir ráð fyrir því að F.O. Barlow, sérfræðingur Breska safnsins í að smíða gifsafsteypur af steingerðum beinum, hafi staðið fyrir henni. Barlow tók ekki aðeins afsteypur af beinum piltdownmannsins og þeirra dýra sem fundust með honum. Hann lagfærði líka beinin, fyllti í eyður og smíðaði meðal annars fyrstu endurgerðu heildarmyndina af höfuðbeinum piltdown- mannsins, undir eftirliti Smiths Wood- wards, árið 1913. Grigson bendir á að Barlow hafi hagnast verulega á því að selja afsteypur af bein- unum til safna og rannsóknastofnana víða um heim. Sakbending hennar kemur hins vegar illa heim við þá staðhæfingu Millars að fölsunin hafi verið tæknilega illa gerð. Heimildum ber saman um að Barlow hafi verið afbragðs handverksmaður. (Keith sagði að hann bæri höfuð og herðar yfir aðra líkanasmiði - „a prince of model- lers“.) Grigson telur einn mann, Sir Arthur Keith, hafinn yfir allan grun um þátttöku í fölsuninni, annars vegar af því að hann hafði um þetta leyti getið sér orð sem einn fremsti líffærafræðingur heims og hins vegar af því hversu nærri sér hann tók það þegar svikin komust upp. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Enskur mannfræðingur, Frank Spencer, rannsakaði bréf og önnur skráð gögn er varða piltdownmálið og komst að þeirri niðurstöðu að einmitt Arthur Keith hefði sett svindlið á svið með aðstoð Dawsons. Spencer birti 1990 tvö rit um málið, Piltdown: A Scientific Forgery og The Piltdown Papers, 1908-1955 (útg. The Natural History Museum, London, og Ox- ford University Press). Það sem hér fer á 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.