Náttúrufræðingurinn - 1995, Side 48
14. mynd. Austasti tangi Eldhrauns frá 1783. Helluhraunsbeltið eftir tanganum nœr
miðjum sýnir hvar Skaftá rann fyrir eld. Farvegurinn fylltist fyrst, svo flóði útaf. Það varð
kargahraun en hitt helluhraun. Ljósm. Jón Jónsson.
hefur mikið vatn runnið fyrir eina tíð, svo
sem nafnið bendir til. Vestur af Hátúnum
var á læknum Messuvað og þar var
stundum farið þegar farið var til kirkju að
Prestsbakka snemma á þessari öld. Líklegt
þykir að vaðið sé frá fyrri tíð, þegar þarna
var stærra vatnsfall. Enn má greina götur
að þessu vaði. Gilið má rekja að Mjóuleiru
og þjóðvegur liggur um það þvert sunnan
undir Hliðskjálf, en hann er hóla hæstur á
þessu svæði og af honum frábært útsýni.
Mjóaleira er nú ræktað tún en undir því er
fínn sandur með jökulleirlögum. Þar vest-
ur af, í Grjótum, er net af farvegum sem
sumir liggja til Ofærugils, aðrir að Tungu-
læk, sbr. kort. Norður og vestur af Trölls-
hyl er ógrynni farvega og sléttur, sem
verið hafa leirur meðan Skaftá rann þessa
leið. Vestur af Ytra-Hrauni, á svæði sem
nefnt er hraunsmelur, er fjöldi farvega
ásamt sléttum, með jökulleirlögum (Arnar
Sigurðsson pers. uppl.). Ætla má að gróður
hafi snemma náð fótfestu í hólmum og
meðfram lækjum. Voru slíkar vinjar tilefni
nafnsins? Svo langt sem skyggnst verður
aftur í tímann, hafa hlaup komið í Skaftá.
Þá hefur framburður hennar margfaldast
og flýtt þéttingu hraunsins. Sömu áhrif
höfðu eldgosin sem stráðu ösku yfir láð og
lög. Hlaupin urðu Skaftá örlagavaldur.
■ BREYTINGIN MIKLA -
NÝKOMI
Þess var áður getið að Skaftá hafi fyrrum
runnið á eyrum austan við Dalbæjarstapa
og svo virðist hafa verið að hluta til líka
vestar, en um það má sjá merki á Svíra.
Þetta gerði ána viðkvæma fyrir miklum og
snöggum rennslisbreytingum og þá ekki
síst þegar jakastíflur gátu orðið í henni.
Hvað svo sem var, þá kom að því að „eitt
jökulhlaup keyrði hana“ austur um sundið
milli Heiðarháls og Dalbæjarstapa, þar
sem hún síðan hefur runnið. Ekki eru
heimildir fyrir því hvenær þetta gerðist;
séra Jón Steingrímsson (1945) segir aðeins
að „áin hafði mætt þar um í nokkur
hundruð ár“, en hugsast getur að nálgast
megi svar við því spursmáli eftir öðrum
leiðum (sjá síðar).
Þessi snögga breyting varð afdrifarík
fyrir svæðið í heild. Öldum saman hafði
46