Náttúrufræðingurinn - 1995, Page 21
Týndur hlekkur
EÐA ÓFUNDINN?
ÖRNÓLFUR THORLACIUS
Enska hugtakið „the missing link“ er
yfirleitt þýtt sem týndi hlekkurinn. Upp-
haflega var með þessu átt við útdauða
veru sem verið hefði á þróunarbraut-
inni á milli manna og mannapa, sem
sagt afkomandi apa og forfaðir manna
eða „vœttur hálfsköpuð, milli manns
og dýrs “ eins og Gvendur snemmbæri
með hundshausinn í Nýársnóttinni.
Síðar hefur hugtakið verið látið ná til
þeirra tilvika - og þau eru mörg - þar
sem eyða virðist vera í sögu lífheimsins
eins og hún verður ráðin af stein-
gervingum.
síðari hluta nítjándu aldar töldu
margir að rekja mætti ættir
manna beint til mannapa, að
górillur, simpansar eða jafnvel
gibbonar væru forfeður okkar. Samkvæmt
þessari hugmynd hlaut að vanta hlekk í
þróunarkeðjuna, tegund á milli manns og
dýrs, apamann eða apa líkan manni. Enn
er því raunar stundum haldið fram að
þróunarkenningin geri ráð fyrir að mann-
kynið sé „komið af öpum“. Einkum eru
Örnólfur Thorlacius (f. 1931) lauk fil.kand.-prófi í
líffræði og efnafræði frá Háskólanum í Lundi í Sví-
þjóð 1958. Hann var kennari við Menntaskólann í
Reykjavfk 1960-1967, Menntaskólann við Hamra-
hlíð 1967-1980 og hefur verið rektor þess skóla frá
1980. Samhliða kennslustörfum hefur Ömólfur
samið kennslubækur og hann hafði um árabil umsjón
með fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og
sjónvarpi. Hann var um tíma ritstjóri Náttúrufræð-
ingsins.
það bókstafstrúarmenn af ýmsum toga sem
gera andskotum sínum, þróunarsinnum,
upp þessa skoðun.
Líffræðingar láta sér hins vegar ekki
lengur detta það í hug að rekja megi ættir
manna til mannapa. Ættmeiðir þeirra
koma saman í forfeðrum sem löngu eru
útdauðir og flestir óþekktir. Það verður
víst aldrei staðhæft með vissu að
nútímamenn eða nútímaapar séu komnir af
tilteknum frummanni eða frumapa sem
leifar finnast af í jarðlögum.
■ APAPRÓFESSORINN í JENA
Þýskur dýrafræðingur og heimspekingur,
Ernst Heinrich Haeckel (1834-1919), pró-
fessor við Háskólann í Jena, var ákafur
stuðningsmaður Darwins og þróunarkenn-
ingar hans. Hann benti á að ýmsar örverur
yrðu hvorki dregnar í dilk með plöntum né
dýrum og skilgreindi tvær nýjar flokkunar-
deildir fyrir þær, til viðbótar dýraríki og
plönturíki Linnés, annars vegar Monera
(dreifkjörnunga), einfrumunga án afmark-
aðs frumukjarna, það er gerla eða bakter-
íur, hins vegar Proterista (frumverur), ein-
frumunga með kjarna sem umlukinn er
kjarnahjúp, en til þeirra teljast frumdýr og
frumþörungar1.
1 Frumverurnar eru nú nefndar Protista, og dreifkjörn-
ungamir bera oftar en ekki fræðiheitið Procaryota.
Sumir telja ekki aðeins einfrumunga til frumvera
heldur einnig fjölfrumuþörunga - þang og þara - og
auk þess alla sveppi, jafnt einfmmunga og fjölfrum-
unga.
Náttúrufræðingurinn 65 (1-2), bls. 19-30, 1995.
19