Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 7
Hulda Valtýsdóttir: „I þann tíð var ísland viði vaxið . . Elstu sagnir benda til þess að náttúrufyrirbærið tré hafi átt sérstöðu í hugmyndaheimi manna. í norrænni goðafræði er Askur Yggdrasils tákn um upphaf lífsins og víða um heim var átrúnaður tengdur stórvöxnum trjám. Tréð átti líka vissulega sérstöðu í því lífríki sem maðurinn var hluti af. Lif- andi tréð átti miklu lengra æviskeið en maðurinn — það tengdi kynslóðirnar og var tákn ódauðleikans. Það laufgaðist á hverju vori og hélt áfram að vaxa þar sem frá var horfið að hausti, árum og öldum saman. Þetta undursamlega sköpunarverk var ekki aðeins til nytja og veitti skjól. Það jók líka fegurðarskyn mannsins, sem hann hafði vissulega til að bera, þótt orkan hafi að mestu farið í baráttu við náttúruöflin og ytri aðstæður. Þar sem baráttan var hörðust var harðast gengið á auðlindir skóganna. Menn uggðu ekki að sér og í aldanna rás hafa stöðugt meiri kröfur verið gerðar til skóganna í þágu mannkyns. Ný tækni kom til sögunnar — reitt var til höggs — timburs var þörf — viðamikil tré sem höfðu vaxið fyrir orku sólar í áratugi og aldir voru höggvin að rótum á nokkrum mínútum og engu plantað í staðinn. Það er ekki fyrr en á síðustu öld að farið er að hugsa i alvöru um að endur- nýja skóga vegna komandi kynslóða. Þó hopa skógar jarðarinnar enn í miklum mæli fyrir yfirgang og skeytingarleysi mannsins. En sem betur fer fjölgar þeim Prýóom landió—plöntum tijám! Árið 1980 er Ár trésins. Af þvi tilefni var meðfylgjandi samantekt flutt i útvarpi á nýársdag. Hulda Valtýsdóttir er fram- kvæmdastjóri Samstarfsnefndar um Ár trés- ins. Náttúrufræðingurinn, 50 (1), 1980 1

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.