Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 8

Náttúrufræðingurinn - 1980, Qupperneq 8
stöðugt sem gera sér ljóst mikilvægi náttúru- og umhverfisverndar. Við lifum á vísindaöld. Visindin hafa sannað að tré og skógar eru skilyrði þess að mannkyn geti þrifist á þessum litla hnetti í himingeimnum, sem við köllum Jörð. Því er mikil þörf vakningar bæði meðal almennings og stjórnvalda um allan heim — ekki síður hér á landi en annars staðar. fsland er stórbrotið og fjölbreytilegt — loftið er tært og litadýrð óvíða meiri. Komið og sjáið, sjón er sögu ríkari, er sagt í bæklingum sem laða eiga erlenda ferðamenn til landsins. Þeir koma lika og taka undir lofsönginn. En í þeim hópi skera sig nokkrir úr. Það eru menn sem lesa í landið frá gróðurfarslegu sjónarmiði — menn sem láta sig umhverfismál varða — skóg- ræktarmenn, umhverfisverndarmenn og náttúrufræðingar. Þeir fara um byggðir landsins og þá rekur í rogastans þegar við blasir öll hin mikla auðn, blásnir melar og mannhæðarhá rofa- börð. Þeir koma skelfdir úr ferðinni og segja: Vita íslendingar ekki hvað er að gerast? Og þeir lýsa því yfir um leið að hvergi í Evrópu sé gróður á jafn miklu undanhaldi og hér. ÞÆTTIR ÚR SÖGU SKÓGA Á ÍSLANDI Hér á eftir verður stuttlega rakin saga skóga á Islandi og framan af stuðst við samantekt Gils Guðmundssonar sem hann gerði fyrir Skógrækt ríkisins árið 1952. „I þann tíð var ísland viði vaxið á milli fjalls og fjöru“, segir Ari fróði í íslendingabók. Sumir vilja draga þessa fullyrðingu í efa — hér hafi í mesta lagi verið lágvaxið kjarr likt því sem nú sést, allvíða um land. Þó er ýmislegt í fornum heimildum og frásögnum sem bendir til að hér hafi verið nokkuð hávaxinn viður. I Grágás er talað um merkibjórk þ.e.a.s. menn rnerktu sér land á viðum og bendir það til þess að skógar hafi verið víðáttumiklir. I Landnámu segir t.d. um skóginn í Botnsdal í Hvalfirði: Maður hét Ávangur, Irskur að kyni. Hann byggði fyrst I Botni. Þar var þá svo stór skógur að hann gerði þar af hafskip og hlóð þar sem nú heitir Hlaðhamar. I Kjalnesingasögu segir: Þá var skógi vaxið allt Kjalarnes svo að þar aðeins var rjóður er menn ruddu til bæja eða vega. Braut mikil var rudd eftir holtunum frá Hofi. Þangað riðu þeir Helgi og Andríður um vorið. Og er þeir komu út á holtið, þá mælti Helgi: „Hér vil ég, Andriður, gefa þér jörð og að þú reisir hér bæ; mér þykir sem þeir synir mínir vilji að þér sitjið nær“. Eftir ])að reisti Andríður bæ i brautinni og kallaði Brautarholt því að skógurinn var svo þykkur að honum þótti allt annað starfameira .... Mörg fleiri dæmi mætti nefna úr fornsögunum því til sönnunar að landið hafi verið skógi vaxið í upphafi byggðar, úr Laxdælu, Gísla sögu Súrssonar og fleiri en of langt yrði upp að telja. Nafnið „skógarmaður11 á útlögum sögualdar segir sitt að ógleymdum ör- nefnum um land allt — Dynskógar — Bláskógar. Þá má benda á að upphafleg merking orðanna mörk og holt er skógur. Nærtækt dæmi sem við augum Reykvíkinga blasir er Breiðholt — Breiðiskógur — og þarf ekki að fjölyrða frekar um það. 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.