Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 27
fjarðar og Steingrímsfjarðar, en rekja má hana langt út í Breiðafjörö á flug- segulkorti Þorbjarnar Sigurgeirssonar (1979). Auk þess er hún á utanverðum Mýrum og austast í Hnappadalssýslu. Þar liggur hún undir Hreðavatnsmis- læginu og er a. m. k. 600 m þykk (Kristín Vala Ragnarsdóttir 1979). Hún hverfur innundir Hreðavatnssetlögin í miðjum fjallgarðinum upp af Mýrum. Allþykkur stafli er frá neðri mörkum anómalíu 5 niður í andhverfuásinn við Borgarnes. Neðri mörkin eru talin vera 9.74 milljón ára gömul (LaBrecque o. fl. 1977). Elsta bergið á Vesturlandi er eðlilega að finna í ás Borgarnesandhverfunnar. Jarðlög þar eru allmikið ummynduð og þvi ekki sem heppilegust til aldurs- greiningar með K-Ar aðferðinni. Þó hefur verið reynt tvisvar. Moorbath o. fl. (1968) aldursgreindu basalthraunlag í Borgarnesi og fengu 13.2 + 2.0 m. ár en J. L. Aronson og Kristján Sæmundsson (1975) fengu nokkuð lægri aldur eða 9.4+ 0.7 m. ár. Ljóst er að aldursgrein- ing Moorbaths og félaga er í betra sam- ræmi við útbreiðslu anómalíu 5 á Mýrum en aldursgreining Aronsons og Kristjáns Sæmundssonar. Segulskeiðin á 6. mynd sýna einskon- ar jafnaldursbelti eða línur. Jarölögin eru elst í Borgarnesandhverfunni en yngjast út frá henni í báðar áttir allt að Snæfellsnessamhverfunni vestan megin og Reykjanes-Langjökulsrekbeltinu austan megin. Vestan Snæfellsnessam- hverfunnar fer aldur jarðlaganna aftur vaxandi og einnig austan Reykja- nes-Langjökulsrekbeltisins. Ofan við Hreðavatnsmislægið í Borgarfirði yngj- ast jarðlögin jafnt og þétt í átt að rek- beltinu og yngsta bergið í því er frá nú- tíma. Yngsta bergið í ás Snæfellsnes- samhverfunnar er öfugt segulmagnað og tilheyrir liklega Epoch 6 segulskeið- inu fyrir 5.62 til 6.37 m. ára (LaBrecque o. fl. 1977). Nokkrar aldursgreiningar af bergi í samhverfunni eru til. Moorbath o. fl. (1968) aldursgreindu andesít hraunlag suðvestan í Bjarnarhafnar- fjalli í Helgafellssveit og fengu 6.7 ±0.4 m. ár, sem er ekki fjarri lagi ef marka má segulmælingarnar. Aðrar aldursgrein- ingar á tertíeru bergi á þessu svæði eru aðeins af innskotum sem flest eru 3.5—4 m. ára gömul (Kristinn Albertsson 1976). Eðli sínu samkvæmt eru inn- skotin yngri en staflinn sem þau hafa troðist inn í. 8. mynd. Þversnið jarðlaga á Vesturlandi byggt á segulskeiðum (sbr. 7. mynd). — Section across the Snaejellsnes syncline, Borgarnes anticline, Reykjanes-Langjökull rift zone and Hrepþar anticline based on the þalaeomagnetic þolarity of the lava flows (see Fig. 7). NV SA NW SE Sjd mynd 7 / See Figure 7 21

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.