Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 38
Erlingur Hauksson: Ný \)an£^\is,Jamropsis breviremis Sars, fundin við Island Með þessari grein vil ég vekja athygli á nýrri tegund þanglúsar, sem bæst hefur í íslensku fánuna. Hún er Janirop- sis breviremis Sars (f. mynd). J. breviremis fannst fyrst hér við land í ágúst 1967, í sýnum frá grunnsævi við Vestmannaeyjar. Nánar tiltekið við Eiðið á Heimaey á 0—5 og 10 m dýpi, og við Geirfuglasker á 0—24 m dýpi (Aðalsteinn Sigurðsson 1968). Síðar fannst tegundin í sýnum, sem safnað var sumarið 1971 og 1974 á 10—30 m dýpi við Surtsey.y. breviremis hefur ekki áður fundist hér við land, svo mér sé kunnugt um. Hennar er ekki getið í verki Step- hensen (1937), unt þanglýs við ísland. Fundarstaðiry. breviremis hér við land eru sýndir á 2. mynd. Erlendis hefur hún fundist við vesturstrendur Svíþjóð- ar og Noregs, í Norðursjó og við Bret- landseyjar (Stephensen 1948; Grúner 1965). Tegundin J. breviremis er af ættinni Janiridae og er eina tegundin sinnar ættkvíslar, sem fundist hefur hér. Aðrar ættkvíslir Janiridae, sem eiga fulltrúa i íslensku fánunni, eru Janira og Jaera. Tegundir af þeirri síðarnefndu eru al- gengar í fjörum hér á landi (Solignac 1972; Erlingur Hauksson 1977; Agnar Ingólfsson 1979). Afturá móti hefur hér við land aðeins fundist ein tegund af þeirri fyrrnefndu — Janira maculosa Leach (Stephensen 1937). Hún hefur fundist víða á grunnsævi (Stephensen 1937; Aðalsteinn Sigurðsson 1968) og virðist vera talsvert algengari en J. breviremis. J. maculosa svipar mjög til /. breviremis i ytra útliti og erfitt getur verið að þekkja þær í sundur. Báðar tegundirnar eru lang-egglaga, með vel þroskaða fálmara 1. mynd. Janiropsis breviremis Sars; a, karl- dýr séð að oían, b, halafótalok (praeoper- culum) karldýrs (úr Naylor 1972). Náttúrufræðingurinn, 50 (1), 1980 32

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.