Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 39
og 3. par halafóta. Aðalútlitsmunur þeirra er sá, að 'dri brún kroppsliða 1—4 er jafnari h]a ]. breviremis og hala- fótalok (praeoperculum) karldýra (f. mynd) er öðruvísi í lögun, en hjá J. maculosa karldýrum. Að öllu jöfnu er einnig lengd 3. pars halafóta minni og fálmarar styttri hjá J. breviremis, en hjá /. maculosa (Naylor 1972 fig. 18, bls. 59). Lítið er vitað um liffræði /. breviremis. Erlendis hefur hún fundist frá fjöru- mörkum og niður á 125 m dýpi. Hún er livað algengust á svömpum, hveldýrum, mosadýrum, möttuldýrum og þöngul- hausum (Stephensen 1948; Naylor 1972). Við fsland hefur hún fundist á hörðum botni, frá fjörumörkum og nið- ur á 30 m dýpi. Ásamt Munna kröyeri Goodsir er hún fyrsta þanglúsar-teg- undin, sem nam land við Surtsey. Auk 2. m y n d. F u n d a r - staðir Janiropsis brevi- remis Sars við Island. — Coliecting sites of Jani- ropsis breviremis Sars at the coast of Iceland. karldýra og ungviðis hafa fundist þar kvendýr með egg í eggjasekk á kviði. Hvort /. breviremis er ný fyrir íslensku fánuna, eða ekki, er erfitt að segja unt. Frekar tel ég það ólíklegt, að hún sé nýr landnemi hér við land, því það botn- svæði sem hún virðist halda sig á er lítt kannað. Fundarstaðir hennar erlendis og hér við land, benda til þess að hún sé bóreal tegund (suðræn miðað við ís- land), sem nær nyrðri mörkum út- breiðslu sinnar hér. Hvar þau eru við landið er ekki tímabært að segja um, en frekar á ég von á því að hún fyndist víðar við suðvestur-ströndina, ef betur væri að gáð. Að lokum vil ég þakka Aðalsteini Sigurðssyni fiskifræðingi fyrir upplýs- ingar unt fyrri fundarstaði tegundar- innar hér við land og fyrir að lesa 33 3

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.