Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 44
íbúar 1946. Aðalaukning íbúa varð upp
úr 1960, og eru nú um 1450 íbúar í
Hveragerði að meðtöldum vistmönnum
Heilsuhælisins. Iðnaður hófst í Hvera-
gerði 1930, þegar Mjólkurbú Ölfusinga
var stofnað, en það starfaði til 1938.
Árið 1939 var stofnuð þangmjölsverk-
smiðja, sem var starfrækt í 2—3 ár.
Fyrsta garðyrkjustöðin var stofnuð
1930, og voru þær orðnar þrjár um
1940. Nú er garðyrkja aðalatvinnuvegur
í Hveragerði og eru um 20 stöðvar
starfræktar. Ullarþvottur hefur verið í
Hveragerði frá 1939, og var Ullar-
þvottarstöð SlS reist 1963. Notar hún
um 50 kg af þvottasóda á dag og 20 kg af
súlfúrsápu sem fer í ána (Þorkell Guð-
brandsson munnl. uppl.). Ein fiskeldis-
stöð, Tungulax, er starfrækt. Þar eru nú
um 100 þúsund seiði á fyrsta ári, og eru
notuð um 15 — 20 kg af fóðri á dag í
stöðinni (uppl. frá Tungulaxi h.f.). í
Varmá eru áll, urriði og lax (Salmo salar).
AÐFERÐIR
Sýnataka fór fram tvisvar í hvorri á,
dagana 2. 2. 1977 (6 stöðvar) og 27. 10.
1978 (8 stöðvar) í Varmá í Mosfellssveit
og 4. 10. 1977 (6 stöðvar) og 9. 11. 1979
(7 stöðvar) í Varmá í Ölfusi. Á hverri
stöð voru gerðar eftirtaldar athuganir:
breidd árinnar mæld, dýpi mælt með
0,5 m millibili þvert yfir árnar, þar sem
þær voru mjórri en 10 m, en á 1 m
millibili væri breidd ánna meiri en 10
m, hraði árvatnsins mældur á sömu
stöðum og dýpi var mælt, og hitastig
mælt. Vatnssýni voru tekin í seinni
athugunum í báðum ánum, og var
sýrustig og rafleiðni vatnsins mæld.
Teknir voru 5 steinar á hverri stöð,
mesta lengd þeirra mæld og mesta
breidd hornrétt á lengdina. I seinni
athuguninni í Varmá í Ölfusi var ofan-
varp steinanna mælt, til að finna flatar-
mál þeirra, í stað mestu lengdar og
breiddar. Þegar hverjum steini var lyft
upp úr ánni var haldið neti (0,25 mm
möskvastærð) fyrir neðan steininn,
þannig að þau dýr sem losnuðu af
steininum festust í netinu. Hver steinn
var þveginn með uppþvottabursta í fötu
með vatni og gengið úr skugga um að öll
dýr hefðu farið af steininum. Vatninu var
hellt í gegnum netið, og dýrin síðan tekin
úr því og geymd í 70% ísóprópan-
óli. Dýrin voru greind til tegunda eða
tegundahópa og einstaklingar hverrar
tegundar eða hóps taldir undir víðsjá.
Tafla I. Nokkur mengunarefnanna sem berast í Varmá í Mosfellssveit og Varmá í
Ölfusi, þegar meðalrennsli er í ánum. — Sorne of the þolluting substances in the rivers
Varmá in Mosfellssveit and Varmá in Ölfus at average discharge.
Varmá í Mosfellssveit Varmá í i ölfusi
meðalrennsli 0,5 m3/sek meðalrennsli 2,2 m3/sek
kg/dag mg/1 kg/dag mg/1
Skólp (130 g þurrefni/íbúa/dag*) Sewage (130 g dry weighl /inhabitant /day) 91 2,1 188 1,0
Þvottasódi, NaHC03 290 6,7 50 0,3
Súlfúrsápa, Sulfuric soap 46 1,0 20 0,1
* Samkvæmt staðli frá danska umhverfisráðuneytinu 1979.
38