Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 46

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 46
4. mynd. Eðlis- og efnafræðilegar breyt- ingar niður eftir Varmá í Ölfusi 4. 10. 1977 (-) og 9. 11. 1979 (—). Sýnt er hvar mengunarvald- ar falla í ána. — Physical and chemical changes downstream in R. Varmá in Ölfus. - --4 Oct. 1977, - 9. Nov. 1978. The points of entry of main pollutants into the river are indicated. mg/1 af þvottasóda og 0,1 mg/1 af súlfúrsápu). Erfitt er að áætla magn af skordýraeitri og öðrum efnum frá garð- rækt og landbúnaði, og einnig hve mik- ið afrennslisvatn frá byggð berst 1 árnar. Hlutfallslega berst meira í Varmá í Mosfellssveit, vegna þess að rennsli árinnar er um fjórðungur af rennsli Varmár í Ölfusi, en íbúar i Reykjadal eru um helmingi færri en í Hveragerði. Eðlis- og efnafræðilegir þættir breyttust mikið niður eftir ánum (3. og 4. mynd). Efstu stöðvar voru teknar fyrir ofan byggð í báðum tilvikum. Geysileg hitaaukning varð í Varmá i Mosfellssveit við dælustöð Hitaveitu Reykjavíkur 2. 2. 1977, en þá var dælt 80°C heitu vatni út í ána, en í seinni athuguninni var heitu vatni ekki veitt út i ána, og var vatnshitinn þá jafn niður eftir ánni (3. mynd). Hitastig jókst stöðugt úr 4—5°C í 8— 10°C í Varmá í Ölfusi í báðum athugunum (4. mynd). Talsverð aukning varð á rennsli í ánum niður eftir þeim, og var aukningin aðal- lega á þeim stöðum þar sem skólp kom út í árnar, og í Varmá í Mosfellssveit þar sem Kaldá rennur saman við ána. Sýrustig og leiðni jókst einnig með rennslinu, sérstaklega þar sem frárennsli ullarþvottastöðvanna runnu í árnar, en í báðum tilfellum er um að ræða lút og sápur. Mesta fjölbreytni í dýralífi var efst í ánum ofan byggða (5. og 6. mynd). Rykmýslirfur (Chironomidae) voru í 40

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.