Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 1980, Page 60
6. mynd. Lengdardreifing 345 laxfiska úr minkasaur, umreiknuð skv. kvarnalengd (3. mynd). — Length dislribution of 345 salmonids, estimated from otolith size (Fig. 3), from mink droppings at River Sog. minks virðist bundið við þær tegundir sem mest er af. Undantekningar frá þessu eru þó hugsanlegar, einkum ef mjög lítill stofn, sem þolir hlutfallslega litla veiði, er aðgengilegur fyrir mink á afmörkuðu svæði. Út frá stærðardreifingu þeirra lax- fiska sem minkar átu á athugana- svæðinu (6. mynd) er ljóst að afrán beindist fyrst og fremst að yngstu seiðunum, en fiskar sem náð höfðu nýt- anlegri stærð frá sjónarmiði mannsins voru örsjaldan étnir. Einstaklingsfjöldi er langmestur í yngsta árgangi en síðan fækkar í árgöngum eftir því sem fisk- arnir eldast. Minkur sækir í þá aldurs- hópa sem mest framboð er af. Um áhrif afráns minks á fiskfram- leiðslu í ferskvatni er afar erfitt að dæma og þyrftu sérstakar rannsóknir að koma til áður en eitthvað er fullyrt í þeim efnum. Líklega eru áhrif afráns hverf- andi þegar um stórt vatnakerfi er að ræða, þar sem m.a. víðátta og vatnsdýpi valda því að ákveðinn hluti fiska er ekki aðgengilegur sem fæða. Benda má á að minkur sem og aðrar tegundir sem éta hornsíli og laxfiska geta í vissum tilvikum gert gagn með því að grisja vötn, þar sem samkeppni of margra fiska um fæðu hindrar vöxt allra fiskanna. Einnig eru lasburða eða sýktir einstaklingar sennilega frekar veiddir heldur en heilbrigðir. Hérlendis éta margar aðrar tegundir en minkur laxfiska og hornsíli. Ef maðurinn er undanskilinn er einkum um að ræða nokkrar fuglategundir (Arnþór Garðarsson 1975, 1979a og b, Bengtson 1971, Fjeldsá 1973, Agnar Ingólfsson 1961, Timmermann 1949). Að undanskildum mink og manni 54

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.