Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 64

Náttúrufræðingurinn - 1980, Side 64
Byggt á Cramp & Simmons (1977). — Álft: 1 sumar, 2 vetur. Dvergsvanur: 3 sumar, 4 vetur. (lengd 145—160 cm). Skömmu síðar sama dag fann ég þennan fugl aftur og gat skoðað hann betur í 20X sjónauka. Upphaflega vakti smæð þessa fugls at- hygli mína, en við nánari athugun komu eftirfarandi atriði í ljós: Búklengd fuglsins var um 15 cm styttri en álftar og var fuglinn allur smærri (sbr. 2. mynd). Hálsinn var mjórri og styttri en á álft, og fuglinn hélt hálsinum yfirleitt nokkuð sveigðum. Alftin heldur hálsinum hins vegar venjulega beinum og stífum. Krúnan virtist ávalari en á álft og nefið styttra og brattara frá enni fram á nef- brodd. Efri útlína nefsins, séð frá hlið, var svolítið íbjúg, en ekki bein eins og á venjulegri álft. Við grunn efri skoltsins var ávalur gulur blettur (ekki fleyglaga eins og á álft) og ofan við hann svört „brú“ frá auga og fram yfir gula blett- inn. Slík „brú“ er algengt einkenni á dvergsvan en kemur sjaldan fyrir á álft. Framangreind einkenni sýna að ein- ungis getur verið um dvergsvan að ræða. Stærð og staðsetning gula bletts- ins útilokar amerísku undirtegundina C. c. columbianus og verður að telja fullvíst að hér hafi verið um að ræða evrasísku undirtegundina C. c. bewickii. Dverg- svanur þessi var ekki í algerum full- orðinsbúningi; nokkuð var af gráu ung- fuglsfiðri á hvirfli, hnakka og háls- hliðum. Dvergsvanurinn sást á sama stað á innri hluta Neslandsvíkur að staðaldri þangað til 10. ágúst. Hann sást aldrei annars staðar en þar. Á þessu tímabili felldi dvergsvanurinn flugfjaðrir og var hann ófleygur í júlí, en 10. ágúst voru vængirnir orðnir fullvaxnir. Auk höfundar skoðuðu þeir Arnþór Garðarsson, Arni Einarsson, Erlendur 58

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.