Náttúrufræðingurinn - 1980, Blaðsíða 69
Ennisfiskur Caristius macropus
Bellotti, 1903
Ennisfiskur er lítill fiskur — nær
varla meira en 25 sm lengd — hávaxinn
og þunnvaxinn með mjög hátt og þvert
enni. Augu eru allstór en munnur lítill.
Bakuggi er mjög langur og hár. Geislar i
bakugga eru 26—30 en 15—18 i
raufarugga. Kviðuggar eru framan við
eyruggana og eru með einn broddgeisla
og fimm liðgeisla. Hreistur er mismun-
andi stórt, mjög þunnt og vantar oft.
Rák er engin.
Litur er dökkpurpurabrúnn, ljós á
höfði en himna á milli ugga er svört.
Heimkynni ennisfisks eru úthafið
suðvestan Irlands, sunnan og suðvestan
íslands og milli Islands og Grænlands.
Wheeler (1969) getur þess að einn hafi
fundist á Islandsmiðum en ekki hvar né
hvenær. Næst verður eins vart í apríl
1978 undan SV-landi og sá þriðji veiðist
í júni 1979 SV af Ingólfshöfða.
Mjög lítið er vitað um lifshætti þessa
fisks. Hann mun vera úthafs- og upp-
sjávarfiskur.
HEIMILDIR
Goode, G.B. & T.H. Bean. 1895. Oceanic
ichthyology, a treatise on the deep-sea
and pelagic fishes of the world. Smith-
sonian Institution Spec. Bull. Washing-
ton.
Jónsson, Gunnar, Jakob Magnússon og Jutta
Magnússon. 1979. Sjaldséðir fiskar. Ægir
72: 732 — 733.
Leim, A.H. & W.B. Scott. 1966. Fishes of the
Atlantic Coast of Canada. Fish. Res. Bd.
of Canada, Bull. No. 155.
Mc Dowell, S.B. 1973. Suborder Notacan-
thoidea, Family Notacanthidae. Fishes
of the Western North Atlantic. Part. 6.
Sears Found. for Mar. Res. New Haven.
Wheeler, A.H. 1969. The Fishes of the British
Isles and North-West Europe. Mac-
millan, London, Melbourne and To-
ronto.
63