Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 5
1980). Athugun á kornastærðardeif-
ingu sandsins sýndi að hann er vel
aðgreindur, en með skekkju í átt að
fínu efni (Ólafur Ingólfsson 1981). Má
því gera ráð fyrir að sandurinn hafi
sest til neðan þeirra marka er öldu-
hreyfing nær að skola út fínasta efninu
(Friedman 1961).
ALDUR
Skel úr neðsta hluta Melabakka hef-
ur verið aldursákvörðuð með geisla-
kolsaðferðinni til 12.290±160 ára BP
(Þorleifur Einarsson í Olsson o. fl.
1969). Sandlögin efst í jarðlagastaflan-
um í Melabökkum tel ég að hafi sest til
við vaxandi strandnánd, er land var að
rísa úr sæ er jökulfarginu létti af því.
Siltið sem fuglsbeinið var varðveitt í
hefur því sest til í lok ísaldar, er
sjávarstaða var mun hærri en nú er.
niðurlag
Það kemur alls ekki á óvart að æðar-
fugl skuli hafa lifað við strendur ís-
lands í lok ísaldar. Jóhannes Áskels-
son (1953) fann t. d. fótspor eftir
sundfugl í sandsteinslögum við Elliða-
árnar í Reykjavík, en sandlögin taldi
hann vera frá ísaldarlokum. En minjar
um fugla eru annars ákaflega fágætar í
íslenskum jarðlögum. Guðmundur G.
Bárðarson (1910) fann töluvert af
fuglabeinum í nákuðungslögunum við
Húnaflóa. Nákuðungslögin eru senni-
lega 4000—5000 ára (Sigurður Þórar-
insson 1955). Það er óvíst að fugla-
beinin séu jafn gömul jarðlögunum,
þar sem þau virðast komin úr gömlu
tófugreni. Guðmundur G. Bárðarson
getur þess að á beinunum hafi verið
3. mynd. Jarðlagaskipan þar sem beinið
fannst. Stjarnan sýnir hvaðan siltbjargið
með beininu er komið. — The stratigraphy
at the locality in the Melabakkar cliffs
where the sub-fossil bone was found. The
star indicates the stratigraphical position of
the bone.
tannför tófu. í samantekt sem Leifur
Á. Símonarson (1982) gerði yfir ís-
lenska steingervinga er ekki getið um
aðrar minjar um fugla í íslenskum
jarðlögum en sundfuglssporin frá Ell-
iðaánum. Fundur beinsins í Mela-
bökkum er því ánægjuleg viðbót við
steingervingafánu íslands.
Afsteypa af sporunum frá Elliðaán-
um er varðveitt á jarðfræðideild Nátt-
úrufræðistofnunar íslands, og þangað
hef ég sent beinið frá Melabökkum til
varðveislu.
99