Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 7
Árni Einarsson, Jón Þorvaldsson
og Hálfdán Björnsson:
Nýjungar um íslenska
landsnigla
í liðlega eina öld hafa ísienskir
landsniglar verið rannsóknarefni nátt-
úrufræðinga. Flestir hafa keppst við að
finna hvaða tegundir lifa hér, og 34
tegundir hafa verið tíndar til (Mörch
1868, Sikes 1913, Schlesch 1923,
Odhner 1928, Lohmander 1938,
Mandahl-Barth 1938, Armitage og
McMiIlan 1963, Lindroth 1965 og
Lindroth o. fl. 1973; sjá einnig Wald-
én 1966 og Árna Einarsson 1977). Þar
af eru 23 sniglategundir með skel, en
landkuðungarnir freista safnara gjarna
meira en sniglar sem eru án slíks ytra
skarts.
í ritgerð þessari er greint frá þremur
tegundum, sem áður var ókunnugt um
að byggju þetta land. Einnig er gerð
grein fyrir ýmsum nýjum upplýsingum
um útbreiðslu hinna sjaldgæfari teg-
unda. Hvað fræðilegar nafngiftir á
landsniglum varðar er fylgt fordæmi
Kerney og Cameron (1979).
NÝJAR TEGUNDIR
Tegundirnar þrjár, sem að ofan var
minnst á að væru nýfundnar, eru þess-
ar: Vertigo substriata (Jeffreys, 1833)
(gárastúfur), Vertigo lilljeborgi (West-
erlund, 1871) (engjastúfur) og Carych-
ium tridentatum (Risso, 1862) (títu-
bobbi).
Vertigo substriata (1. mynd) fannst
við Seljalandsfoss undir Eyjafjöllum,
Rangárvallasýslu (J. Þ.). Aðeins eitt
eintak fannst í grasbrekkunni milli
fossins og Hamragarða sumarið 1982.
Kuðungurinn er af fullvöxnum snigli,
1,7 mm hár og 1,1 mm breiður. Hann
er egglaga, vindingarnir fjórir að tölu.
Útrönd munnans er eilítið íbjúg,
munnaröndin þunn og aðeins lítið
flennt út. Fimm tennur eru í munnan-
um. Eitt höfuðeinkenni kuðungsins
eru þéttstæðir, reglulegir gárar langs-
um eftir yfirborði hans, þvert á vind-
ingana. Gárarnir eru stærstir og mest
áberandi á tveimur neðri vindingum
hyrnunnar en vantar að mestu á
grunnvindinginn. Ytra borð grunn-
vindingsins er nokkuð beyglað, og
samsvara beyglurnar staðsetningu
tannanna innan í honum.
Vertigo lilljeborgi (2. mynd) hefur
fundist á tveimur stöðum, Reyni-
völlum í Suðursveit, Austur-Skafta-
fellssýslu og Fagurhólsmýri, Öræfum,
Austur-Skaftafellssýslu (H. B.). Á
báðum stöðum fundust allmörg eintök
í mýrlendi. Flestir kuðungarnir eru um
2 mm á hæð, og er breiddin um tveir
þriðju af því. Þeir eru egglaga, með
fjóra vindinga. Liturinn er kastaníu-
brúnn, og slær á hann rauðri slikju.
Yfirborðið er slétt og glansandi. Fjór-
ar tennur eru í munnanum og vita í
kross. Munnaröndin er þunnvaxin, út-
röndin lítið eitt íbjúg og í meðallagi
útflennt. Ef munnaröndin er skoðuð
frá hlið sést dæld samsíða henni. Önn-
Náttúrufræðingurinn 53 (3-4), bls. 101-106, 1984
101