Náttúrufræðingurinn - 1984, Síða 8
1. mynd. Gárastúfur (Vertigo substriatá). Seljalandsfoss 1982. Teikning/drawing Árni
Einarsson.
ur dæld lengra til hægri er á móts við
stöðu tannar innan á skelinni.
Carychium tridentatum (3. mynd) hef-
ur aðeins fundist við Seljalandsfoss.
Ungt eintak fannst í grasbrekku milli
fossins og Hamragarða árið 1978 en síð-
an hafa fundist nokkur fullvaxin eintök
á sama stað. (J. Þ.) Kuðungurinn er
strýtulaga, 1,9 mm á hæð, hvítur að lit,
hálfgegnsær með fíngerðum, þéttstæð-
um langgárum. Vindingarnir eru fimm
talsins. Þrjár tennur eru í munnanum,
sem er þykkur mjög.
Tegund þessi er allmerkileg fyrir
það, að hún tilheyrir ættbálki snigla
sem að jafnaði lifa í vatni (Basommat-
ophora). Einkenni þeirra er, að augun
eru ekki á stilkunum eins og hjá flest-
um landsniglum heldur á höfðinu við
grunn þeirra. Títubobbinn er einn
fárra fulltrúa þessa ættbálks sem halda
til á þurru landi og hinn eini sem kunn-
ugt er um hér á landi.
AÐRAR TEGUNDIR
Útbreiðsla birkistúfs (Columella
aspera Waldén, 1966) hefur löngum
verið óljós, (sbr. Árni Einarsson
1977), en höfuðdrættirnir virðast nú
komnir fram. Svo virðist sem út-
breiðslusvæðin séu tvö. Annars vegar
er vestursvæði, sem nær um Vestur-
land og Norðurland. Hins vegar er
suð-austursvæði, sem að mestu er
bundið við Austur-Skaftafellssýslu (4.
mynd). Kjarni vestursvæðisins er í
Borgarfirði og á Mýrum. í mýrlendum
birkiskógum þar höfum við fundið
mikið af birkistúf án umtalsverðrar
fyrirhafnar. í Hvalfirði er birkistúfur-
inn sjaldgæfur, og aðeins stöku kuð-
ungar hafa fundist sunnar t. d. í Heið-
rnörk, við Laugarvatn og Hjalla í Ölf-
usi. Á Norðurlandi virðist birkistúfur-
inn hvergi algengur, en stakir sniglar
hafa fundist allt austur í Ásbyrgi í
Kelduhverfi. Um miðbik Suðurlands
og á Austfjörðum hefur birkistúfurinn
ekki fundist. í Austur-Skaftafellssýslu
er mikið af birkistúf á nokkrum stöð-
um. Árni Einarsson (1977) geturfund-
arstaða í Öræfum, en að auki fannst
urmull af þessum sniglum í lítt gróinni
skriðu Vestra Horns, og tegundin hef-
102