Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 13
Eyþór Einarsson:
Hrútaber j alyng
(Rubus saxatilis L.)
Hrútaberjalyng er ein þeirra ís-
lensku plöntutegunda sem flestir eða
allir íslendingar þekkja, þekki þeir
nokkuð til plantna á annað borð. Fyrir
því eru einkum tvær ástæður. Það er
algengt á láglendi og í neðanverðum
hlíðum víðast hvar á landinu, þar sem
vaxtarskilyrði henta því og ágangur
sauðfjár er ekki allt of mikill. Það sker
sig oft nokkuð úr öðrum tegundum
þar sem það vex með sínum stóru,
samsettu blöðum, gerðum úr þremur
smáblöðum, og löngu, sérkennilegu
renglum. Aftur á móti veita menn
hrútaberjalynginu sjaldnast mikla at-
hygli vegna blómanna, þótt þau sitji
nokkur saman í þéttri blómskipan, því
að gulhvítur litur krónublaðanna er
ekki sérlega áberandi. Og þó að aldin-
in, hrútaberin, séu sterkrauð á litinn
og gljái fagurlega í sólskini, er eins og
þeim sé veitt fremur lítil athygli. Ef til
vill er það vegna þess að þau eru frem-
ur súr á bragðið og því lítið sóst eftir
þeim til átu, en kannski einnig af því,
að sjaldnast er svo mikið um þau á
lynginu að verulega beri á þeim.
Hrútaberjalyng verður varla heldur
krökkt af berjum eins og t. d. kræki-
lyng og bláberjalyng geta orðið.
NAFN OG SAMHEITI
Það virðist aldrei hafa leikið neinn
vafi á því, að þessi eina tegund af
ættkvíslinni Rabus sem hér vex, sé sú
sem Carl Linné lýsti og gaf fræðiheitið
Rubus saxatilis í hinu merka riti sínu
„Species plantarum," þ. e. Plöntuteg-
undir, sem kom út í Stokkhólmi 1753.
Rubus er dregið af lýsingarorðinu rub-
er, „rauður", en margar tegundir ætt-
kvíslarinnar hafa rauð ber; saxatilis
höfðar aftur á móti til þess að hrútaber
vaxa einkum innan um steina og
klappir eða í grýttum jarðvegi í Skand-
inavíu, en saxum merkir „steinn“ eða
„klöpp“. Bæði í eldri og yngri skrám
yfir íslenskar plöntutegundir, svo sem
skrá O. F. Múllers (1770), skrá Johans
Zoéga í Ferðabók Eggerts Ólafssonar
og Bjarna Pálssonar (1772) og skrá
C. C. Babingtons (1871), og einnig í
öllurn þeim flórum sem fjalla um ís-
lenskar blómplöntur, og mér er kunn-
ugt um, eru höfundar sammála um að
þessi íslenska planta teljist til tegund-
arinnar Rubus saxatilis L.
Elsta prentaða heimildin um þessa
tegund hér á landi, þar sem hún er
nefnd fræðiheitinu, er ofangreind skrá
sem danski grasafræðingurinn Otto
Náttúrufrædingurinn 53 (3-4), bls. 107-116, 1984
107