Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 13
Eyþór Einarsson: Hrútaber j alyng (Rubus saxatilis L.) Hrútaberjalyng er ein þeirra ís- lensku plöntutegunda sem flestir eða allir íslendingar þekkja, þekki þeir nokkuð til plantna á annað borð. Fyrir því eru einkum tvær ástæður. Það er algengt á láglendi og í neðanverðum hlíðum víðast hvar á landinu, þar sem vaxtarskilyrði henta því og ágangur sauðfjár er ekki allt of mikill. Það sker sig oft nokkuð úr öðrum tegundum þar sem það vex með sínum stóru, samsettu blöðum, gerðum úr þremur smáblöðum, og löngu, sérkennilegu renglum. Aftur á móti veita menn hrútaberjalynginu sjaldnast mikla at- hygli vegna blómanna, þótt þau sitji nokkur saman í þéttri blómskipan, því að gulhvítur litur krónublaðanna er ekki sérlega áberandi. Og þó að aldin- in, hrútaberin, séu sterkrauð á litinn og gljái fagurlega í sólskini, er eins og þeim sé veitt fremur lítil athygli. Ef til vill er það vegna þess að þau eru frem- ur súr á bragðið og því lítið sóst eftir þeim til átu, en kannski einnig af því, að sjaldnast er svo mikið um þau á lynginu að verulega beri á þeim. Hrútaberjalyng verður varla heldur krökkt af berjum eins og t. d. kræki- lyng og bláberjalyng geta orðið. NAFN OG SAMHEITI Það virðist aldrei hafa leikið neinn vafi á því, að þessi eina tegund af ættkvíslinni Rabus sem hér vex, sé sú sem Carl Linné lýsti og gaf fræðiheitið Rubus saxatilis í hinu merka riti sínu „Species plantarum," þ. e. Plöntuteg- undir, sem kom út í Stokkhólmi 1753. Rubus er dregið af lýsingarorðinu rub- er, „rauður", en margar tegundir ætt- kvíslarinnar hafa rauð ber; saxatilis höfðar aftur á móti til þess að hrútaber vaxa einkum innan um steina og klappir eða í grýttum jarðvegi í Skand- inavíu, en saxum merkir „steinn“ eða „klöpp“. Bæði í eldri og yngri skrám yfir íslenskar plöntutegundir, svo sem skrá O. F. Múllers (1770), skrá Johans Zoéga í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar (1772) og skrá C. C. Babingtons (1871), og einnig í öllurn þeim flórum sem fjalla um ís- lenskar blómplöntur, og mér er kunn- ugt um, eru höfundar sammála um að þessi íslenska planta teljist til tegund- arinnar Rubus saxatilis L. Elsta prentaða heimildin um þessa tegund hér á landi, þar sem hún er nefnd fræðiheitinu, er ofangreind skrá sem danski grasafræðingurinn Otto Náttúrufrædingurinn 53 (3-4), bls. 107-116, 1984 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.