Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 15

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 15
ljá krafta veðra-berin rauð“ o. s. frv. og verður ekki annað séð en hér sé átt við hrútaber. Trúlega hefur Eggert búið nafnið til, þetta er skáldamál hjá honum, veður merkti hrútur í gömlu skáldamáli (Sveinbjörn Egilsson (1931), sbr. væder eða vœdder sem enn rnerkir hrútur á dönsku) og á sömu skoðun er Steindór Steindórsson (1978) hvað þetta nafn varðar. í „ís- lenzkri Grasafræði" notar Oddur Hjaltalín (1830) m. a. nafnið frúr- berjakrækla á þessari tegund og til- greinir það fyrst. Þar er greinilega um áhrif frá dönsku að ræða eins og víðar í Grasafræði Odds, en hrútaberjalyng heitir fruebœr (þ. e. Maríuber) á dönsku. Nafnið krœkla notar Oddur um ættkvíslina Rubus, hefur líklega búið það til, og síðan verður til þetta undarlega nafn frúrberjakrœkla út frá danska nafninu. Það liggur náttúrlega í augum uppi að það eru aldinin sem nafnið hrúta- ber á upphaflega við, eins og greini- lega kemur fram hjá Eggerti og Bjarna (1772), þó það hafi verið og sé enn oft haft um plöntuna alla, og að nafnið hrútaberjalyng er síðan myndað af því, og að Stefán bjó til nafnið hrúta- berjaklungur á sama hátt eins og áður segir. En Gísli Oddsson (1917) tekur þetta beinlínis fram, þó að engar aðrar af þessum eldri heimildum geri það, að aldinið heiti hrútaber og sé plantan kölluð hrútaberjalyng eftir því. Og í „Flóru íslands" (Stefán Stefánsson 1901, 1924 og 1948), „íslenzkum jurt- um“ og „íslenzkri ferðaflóru“ (Áskell Löve 1945, 1970, 1977 og 1981) kemur þetta auðvitað skýrt fram líka. Hinar sérkennilegu ofanjarðarrengl- ur hrútaberjalyngsins hafa líklega lengi haft sérstakt nafn, því að þær eru mjög áberandi, eins og allir vita, og eitt höfuðeinkenni tegundarinnar. Björn Halldórsson (1783) segir í „Grasnytjum“ að hrútaberjanna mjóu leggir kallist skollareipi, og undir því nafni ganga renglurnar oftast, sjá Mohr (1786), Odd Hjaltalín (1830), Grpnlund (1884) og Stefán Stefánsson (1901, 1924, 1948), enda nota allir grasafræðingar, sem um hrútaberja- lyng hafa skrifað á íslensku síðustu áratugina, þetta nafn á þeim. Stefán Stefánsson getur þó einnig um nafnið tröllareipi á renglunum í öllum útgáf- um „Flóru íslands" en ekki er mér ljóst hvaðan hann hefur það, því það virðist ekki útbreitt, og sjálfur hef ég aldrei heyrt það notað. Steindór Steindórsson (1978) getur þess þó í „íslenskum plöntunöfnum" og ber Árna Óla fyrir því, en segir ekki hvar það komi fyrir í ritum Árna. Þriðja nafnið á renglum hrútaberjalyngsins er pétursbelti, og eru þær þá vafalítið kenndar við sánkti Pétur. Það nafn hef ég aldrei heyrt notað og hvort það lifir nokkurs staðar í mæltu máli veit ég ekki, en bæði Olavius (1781) og Mor- itz H. Friðriksson (1883) nefna það, og í „Islenskum plöntunöfnum“ getur Steindór Steindórsson (1978) þess, að í „íslenskum sögum og sagnaþáttum" Guðna Jónssonar segi, „að svo heiti renglur á hrútaberjalyngi“ og að ákveðin trú hafi verið á þeim til að lækna með gigt. LÝSING Eftirfarandi lýsing á hrútaberjalyngi er að mestu leyti byggð á íslenskum eintökum í grasasafni Náttúrufræði- stofnunar íslands og allar tölur og meðaltöl sem gefa til kynna stærð eru samkvæmar mælingum mínum. Að nokkru leyti hef ég stuðst við Flóru íslands (1948) og haft hliðsjón af lýs- ingum hrútaberjalyngs í erlendum flórum, einkum „Flora Europaea, II.“ (T. G. Tutin o. fl. 1968), „Flora of the 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.