Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 27
2. mynd. Sjávarhiti á mis-
munandi árstímum við Keis-
bakka og Hjallanes (heilar
línur). Brotinn ferill sýnir
mánaðameðaltöl lofthita í
Búðardal samkvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofu ís-
iands. — The seasonal
change in temperature at
Keisbakki and Hjallanes (sol-
id lines). The broken line
indicates the monthly mean
temperature at Búðardalur
according to information
from the Icelandic Meteoro-
logical Office.
nokkuð upp og niður á tímabilinu
maí-júní, fór síðan smáhækkandi
fram eftir sumri, en hélst svo nær
óbreytt til ársloka. Hámarki, um
33.8%o, náði seltan í janúar 1982, síðan
fór hún lækkandi að nýju og virtist ná
lágmarki, um 31.6%o, í apríl 1982. Við
Keisbakka voru seltusveiflur mjög
áþekkar (3. mynd). Þannig kom fram
mjög áberandi lágmark, 25%0 - 26%o,
seint í apríl 1981. í byrjun maí var
seltan komin upp í 32%0, en síðan
sveiflaðist hún upp og niður milli 32%0
og rúmlega 33%0 fram eftir sumri.
3. mynd. Sjávarselta á mis-
munandi árstíma við Keis-
bakka og hjallanes. — Sea-
sonal change in salinity at
Keisbakki and Hjallanes.
119