Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 29
5. mynd.Árstíðabreytingar á
fjölda algengustu sund- og
svifdýra við fjöruborð undan
Keisbakka, apríl—nóvember
1981. - Seasonal variations in
the numbers ofthe zooplank-
ton groups most abundant in
push-net samples from the
shallows off Keisbakki dur-
ing April-November 1981.
a. total zooplankton; b. cope-
pods; C. laeviusculum; d.
cirriped larvae; e. decapod
larvae; f. polychaete larvae.
firðinum, en reyndist þó alls staðar
tiltölulega há (4. mynd b). Borið sam-
an við þær niðurstöður sem fengust í
júlí 1979, var seltan nokkru hærri og
hitabreytingar með dýpi allmiklu
minni sumarið 1981. í samræmi við
það var lagskipting sjávarins
(eðlismassastígandi í lóðrétta átt)
áberandi minni 1981, en í því felst að
skilyrði til lóðréttrar blöndunar voru
hagstæðari seinna sumarið en hið
fyrra.
Svif- og sunddýr við Keisbakka
Á 5. mynd eru sýndar breytingar
bæði á heildarfjölda svif- og sunddýra,
svo og helstu greiningarhópa eftir árs-
tíma. Algengasti dýrahópur í sýnunum
voru krabbaflær (Copepoda) og því
fylgja breytingar í heildarfjölda dýra
mjög fjöldabreytingum þeirra.
Krabbaflærnar voru í sýnunum alla
söfnunardaga nema þrjá, samtals 1764
einstaklingar, eða 49% af heildar-
fjölda. Krabbaflærnar sem veiddust
við Keisbakka, voru ekki greindar til
tegunda, en auðsæilega var um nokkr-
ar tegundir að ræða. Mestur fjöldi, 469
einstaklingar, fékkst fyrri hluta maí,
en síðan minnkaði meðalfjöldi í sýni.
Lægri toppur kom fram um miðjan
júlí, en eftir það fækkaði krabbaflón-
um mjög í sýnunum.
Af öðrum krabbadýrum voru mest
áberandi nokkrar tegundir af mar-
flóm. Algengust var Calliopius laevi-
usculum (598 einstaklingar, eða 17%
af fjölda). Þegar litið er á fjölda C.
laeviusculum, sem fékkst í háfinn á
mismunandi árstíma, koma fram tveir
greinilegir toppar (5. mynd c). Aukn-
ing í fjölda varð frá seinni hluta apríl
121