Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 30
og fram í miðjan maí, síðan veiddust
fá dýr næstu tvö skiptin, en mjög áber-
andi hámark varð svo á tímabilinu frá
seinni hluta júní til fyrri hluta júlí.
Eftir mánaðamótin júlí— ágúst fengust
aðeins fáeinir einstaklingar í háfinn.
Næstu tveir greiningarhópar meðal
þeirra algengustu í sýnunum voru lirf-
ur tveggja botndýrahópa, hrúðurkarla
(Cirripedia) og burstaorma (Polycha-
eta). Hrúðurkarlalirfurnar voru 12%
af heildar einstaklingsfjölda í sýnun-
um, en burstaormalirfurnar 10%.
Hvor þessara hópa fékkst aðeins í háf-
inn tvo söfnunardaga, þ. e. 9. mars og
10. júlí. Fjöldi einstaklinga var hins
vegar nokkuð mikill í bæði skiptin (5.
mynd d,f).
Lirfur eins botndýrahóps til við-
bótar, þ. e. tífættra skjaldkrabba
(Decapoda) fengust einnig í svifháfinn
(3% af heildarfjölda). f maí og fyrri
hluta júní voru þær aðeins 1—2 í hvert
sinn, en seinni hluta júní varð mikil
aukning í fjölda þeirra (hámark 54
einstaklingar (5. mynd e)). Lfm miðj-
an júlí voru krabbalirfurnar nær horfn-
ar úr svifinu, og fengust ekki í sýnum,
sem tekin voru eftir þann tíma.
Af öðrum svif- og sunddýrum komu
aðeins fáir einstaklingar í háfinn, og
því er ekki unnt að fjalla um árstíða-
bundnar breytingar á lífsferlum þeirra
eða fjölda. Þar var um að ræða mar-
flær (Ischyrocerus anguipes, Parajassa
pelagica, Jassa pulchella) og þanglýs
(Idotea granulosa, Jaera sp.).Einnig
fundust 5 einstaklingar af smávöxnu
sunddýri, sem mjög líkist rækju að
útliti og telst til ættbálksins Mysidacea
(oft nefndur agnir á íslensku). Var
það tegundin Praunus flexuosus, sem
Agnar Ingólfsson (munnl. uppl.) fann
fyrst í Borgarfirði árið 1974 og hefur
hin síðari ár fundist á nokkrum stöð-
um við suðvestan- og vestanvert land-
ið (Kristín Aðalsteinsdóttir og Arnþór
Garðarsson 1980).
í flest skiptin sem safnað var, fékkst
nokkuð af sæsniglum í háfinn (alis um
7% af heildarfjölda). Þeir hafa komið
í hann, þegar háfað var innan um
þangið og þörungana, þar sem þeir
halda sig (Erlingur Hauksson 1977).
Algengustu sæsniglarnir voru þara-
strútur (Lacuna divaricata), þang-
doppa (Littorina obtusata) og mæru-
doppa (Skeneopsis planorbis).
Svifdýr á sniði inn eftir Hvammsfirði
Rúmmál dýranna sem fengust í svif-
háfinn var um 2 ml á hverri stöð. Til
þess að fá hugmynd um samsetningu
sýnanna voru greind 100 dýr í hverju
sýni. Á öllum stöðvunum var hlutfalls-
leg samsetning mjög svipuð. Einungis
krabbaflær (Copepoda) og vatnaflær
(Cladocera) fengust í háfinn. Krabba-
flærnar voru að meðaltali 92% dýr-
anna í sýnunum, en vatnaflærnar 8%.
Svipað er þessu farið annars staðar hér
við land og reyndar í öllu Norður-At-
lantshafi, að hinar mörgu tegundir
krabbaflóa eru yfirleitt langalgengasti
dýrahópur í svifsýnum úr efstu lögum
sjávar.
UMRÆÐA
Seltumælingar þær sem hefur verið
fjallað um, sýna glöggt, að selta í
Hvammsfirði er tiltölulega há á næst-
um öllum árstímum, þrátt fyrir það
hve fjörðurinn er innilokaður. Ástæð-
an er vafalaust sú, að ferskvatnsrennsli
í Hvammsfjörð miðað við strand-
lengju er minna en víðast hvar annars