Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 32
og sunddýrin, sem veiddust í einhverj-
um mæli nær allt söfnunartímabilið.
Töluverður breytileiki var þó í þeim
fjölda einstaklinga, sem fékkst hverju
sinni (5. mynd). Slíkar sveiflur í fjölda
geta verið tengdar óvissu við sýna-
töku, t. d. geta svifdýr oft verið mjög
hnappdreifð, og í þeirri könnun sem
hér er greint frá, voru einungis tekin
tvö sýni hvern söfnunardag. Aftur á
móti gætu sveiflurnar einnig bent til
raunverulegra breytinga á fjölda dýr-
anna í svifinu og þá líklegast vegna
æxlunar. Nákvæmari athugun á þroska
dýranna væri hins vegar nauðsynleg til
þess að ganga úr skugga um þetta.
Eftir því sem lengra leið fram á haust
og vetur minnkaði fjöldi bæði krabba-
flóa og C. laeviusculum í sýnunum.
Það gæti verið vegna þess að þá er
hrygningu lokið og dýrin deyja af nátt-
úrlegum orsökum, og ennfremur
halda margir hópar svifdýra á dýpra
vatn yfir vetrartímann.
Sviflægar lirfur tífættra skjaldkrabba
(Decapoda), hrúðurkarla (Cirripedia)
og einnig sviflirfur burstaorma (Poly-
chaeta), fundust á tímabilinu maí-
júlí, en ekki seinni hluta ársins (5.
mynd). Bendir það til þess, að við
Keisbakka hrygni þessir hópar aðal-
lega að vori til og fyrri hiuta sumars.
Margar skýringar geta verið á því,
hvers vegna hrúðurkarla- og bursta-
ormalirfurnar komu aðeins fram í
miklu magni í einstökum sýnum (sbr.
5. mynd). Sviflirfustig sumra tegunda
hrúðurkarla og burstaorma eru t. d.
mjög stutt og lirfurnar því aðeins fá-
eina daga í svifinu. Við ítarlegri
könnun á hrygningunni þyrfti því að
safna sýnum ennþá oftar en hér var
gert. Hvorki hrúðurkarla- né bursta-
ormalirfurnar voru greindar til teg-
unda og því gætu topparnir í hrygning-
unni stafað af hrygningu fleiri en einn-
ar tegundar en einnig gæti verið um að
ræða tvö meginhrygningartímabil hjá
sömu tegund. Rétt er einnig að hafa í
huga, að sviflirfur eru oftast hnapp-
dreifðar, og þegar sýna er aflað á tak-
mörkuðu svæði, getur það haft áhrif á
niðurstöðurnar.
Út frá þeim gögnum sem fyrir liggja
verður lítið fullyrt um áhrif um-
hverfisþátta, svo sem sjávarhita og
seltu, á svif- og sunddýr í Hvamms-
firði. Þó má benda á, að sviflægar
krabbalirfur, hrúðurkarlalirfur og
burstaormalirfur fundust aðeins eftir
að töluverð upphitun hafði orðið í
sjónum.
Okkur er ekki kunnugt um, að sýna-
taka við fjöruborð og úrvinnsla af því
tagi, sem hér er greint frá, hafi verið
gerð annars staðar við landið. Því er
ekki hægt að bera niðurstöðurnar frá
Keisbakka saman við önnur svæði hér
við Iand. Fram til þessa hefur dýralífi á
grunnsævi við ísland verið lítill gaum-
ur gefinn, og eru þar mörg og mikil-
væg verkefni óleyst. Líklegt má þó
telja, að í Hvammsfirði sé dýralíf á
grunnsævi með líkum hætti og annars
staðar við landið, þar sem ytri skilyrði
eru áþekk.
HEIMILDIR
Agnar Ingólfsson. 1978. Greiningarlykill
yfir stórkrabba (Malacostraca) í fjör-
um. — Líffræðistofnun Háskólans,
Fjölrit nr. 11. Reykjavík.
Erlingur Hauksson. 1977. Útbreiðsla og
124