Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 32
og sunddýrin, sem veiddust í einhverj- um mæli nær allt söfnunartímabilið. Töluverður breytileiki var þó í þeim fjölda einstaklinga, sem fékkst hverju sinni (5. mynd). Slíkar sveiflur í fjölda geta verið tengdar óvissu við sýna- töku, t. d. geta svifdýr oft verið mjög hnappdreifð, og í þeirri könnun sem hér er greint frá, voru einungis tekin tvö sýni hvern söfnunardag. Aftur á móti gætu sveiflurnar einnig bent til raunverulegra breytinga á fjölda dýr- anna í svifinu og þá líklegast vegna æxlunar. Nákvæmari athugun á þroska dýranna væri hins vegar nauðsynleg til þess að ganga úr skugga um þetta. Eftir því sem lengra leið fram á haust og vetur minnkaði fjöldi bæði krabba- flóa og C. laeviusculum í sýnunum. Það gæti verið vegna þess að þá er hrygningu lokið og dýrin deyja af nátt- úrlegum orsökum, og ennfremur halda margir hópar svifdýra á dýpra vatn yfir vetrartímann. Sviflægar lirfur tífættra skjaldkrabba (Decapoda), hrúðurkarla (Cirripedia) og einnig sviflirfur burstaorma (Poly- chaeta), fundust á tímabilinu maí- júlí, en ekki seinni hluta ársins (5. mynd). Bendir það til þess, að við Keisbakka hrygni þessir hópar aðal- lega að vori til og fyrri hiuta sumars. Margar skýringar geta verið á því, hvers vegna hrúðurkarla- og bursta- ormalirfurnar komu aðeins fram í miklu magni í einstökum sýnum (sbr. 5. mynd). Sviflirfustig sumra tegunda hrúðurkarla og burstaorma eru t. d. mjög stutt og lirfurnar því aðeins fá- eina daga í svifinu. Við ítarlegri könnun á hrygningunni þyrfti því að safna sýnum ennþá oftar en hér var gert. Hvorki hrúðurkarla- né bursta- ormalirfurnar voru greindar til teg- unda og því gætu topparnir í hrygning- unni stafað af hrygningu fleiri en einn- ar tegundar en einnig gæti verið um að ræða tvö meginhrygningartímabil hjá sömu tegund. Rétt er einnig að hafa í huga, að sviflirfur eru oftast hnapp- dreifðar, og þegar sýna er aflað á tak- mörkuðu svæði, getur það haft áhrif á niðurstöðurnar. Út frá þeim gögnum sem fyrir liggja verður lítið fullyrt um áhrif um- hverfisþátta, svo sem sjávarhita og seltu, á svif- og sunddýr í Hvamms- firði. Þó má benda á, að sviflægar krabbalirfur, hrúðurkarlalirfur og burstaormalirfur fundust aðeins eftir að töluverð upphitun hafði orðið í sjónum. Okkur er ekki kunnugt um, að sýna- taka við fjöruborð og úrvinnsla af því tagi, sem hér er greint frá, hafi verið gerð annars staðar við landið. Því er ekki hægt að bera niðurstöðurnar frá Keisbakka saman við önnur svæði hér við Iand. Fram til þessa hefur dýralífi á grunnsævi við ísland verið lítill gaum- ur gefinn, og eru þar mörg og mikil- væg verkefni óleyst. Líklegt má þó telja, að í Hvammsfirði sé dýralíf á grunnsævi með líkum hætti og annars staðar við landið, þar sem ytri skilyrði eru áþekk. HEIMILDIR Agnar Ingólfsson. 1978. Greiningarlykill yfir stórkrabba (Malacostraca) í fjör- um. — Líffræðistofnun Háskólans, Fjölrit nr. 11. Reykjavík. Erlingur Hauksson. 1977. Útbreiðsla og 124
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.