Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 35

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 35
Sigurður Þórarinsson: Nornahár I. Brot úr rannsóknarsögu Síðustu árin hefur mikið verið ritað, rætt og rifist hérlendis um fyrirhugaða steinullarverksmiðju og staðsetningu hennar. Hráefni til steinullarfram- leiðslu er hér óþrjótandi, þar sem er íslenska basaltið, aðalbergtegund landsins. En það er ekki nýtt að steinull sé framleidd hér á landi og er þá ekki átt við þá litlu verksmiðju, sem starfrækt var hér í Reykjavík í nokkur ár upp úr annarri heimsstyrj- öldinni. Sannleikurinn er nefnilega sá, að allt frá því að jarðsaga íslands hófst hefur steinull verið framleidd hér öðru hvoru með náttúrlegum hætti í þeirri gerð eldgosa sem nefnd er flæðigos. Sú tegund steinullar, sem myndast í flæðigosum er í vísindaritum nefnd Pelehár (1. mynd) og er það heiti kom- ið frá eynni Hawaii í Sandvíkureyjum og er þýðing á heiti þessa fyrirbæris á máli frumbyggja eyjanna, Laacho o Pele. Pele var gyðja eldsins í trú frum- byggjanna og átti heima í öskju eld- fjallsins Haleakala (húss sólarinnar) á næst syðstu og næst stærstu Sandvíkur- eynni, Maui, áður en hún fluttist til syðstu og stærstu eyjarinnar, Hawaii, sem nú er eldvirkust. Þær lýsingar á Pelehári og myndun þess, sem er að finna í bókum um eldfjallafræði, eru flestar tengdar athugunum á hrauntjörninni frægu, sem frá því að hvftir menn höfðu fyrst fregnir af og fram til 1924 var í Halemaumau, hvirf- ilöskju dyngjunnar Kilauea, sem er suðaustan í risadyngjunni Mauna Loa, mesta eldfjalli jarðar. Hinn frægi ameríski jarðfræðingur, James Dwight Dana (1813 — 1895) lagði grundvöllinn að þekkingu okkar á jarðfræði Hawaii, sem þátttakandi í bandarískum leiðangri United States Exploring Expedition, 1838—1842, og mun, að því er ég best veit, fyrstur vísindamanna til að lýsa myndun Pele- hárs. Að frásögn Dana undanskilinni hefst skráð saga Kilauea, sem innfæddir nefna Lua Pele, með komu nokkurra trúboða þangað í ágústmán- uði 1823. Þessir trúboðar Iýstu hrauntjörninni, söfnuðu þar Pelehári og fundu einnig eitthvað af því um 11 km („seven miles“) suður af gígnum (Dana 1890, bls. 45). Sjálfur kom Dana að hrauntjörninni Halemaumau í áðurnefndum leiðangri í nóvember 1840. í riti um rannsóknir sínar í þess- um leiðangri hefur hann lýst Pelehárs- mynduninni eins og hún kom honum þá fyrir sjónir (Dana 1849, bls. 179; þýð. S. Þ.): „í einum af þessum hraunpollum var myndun Pelehárs, eða vúlkanskra gler- þráða, í gangi. Þetta hár myndaði þykkt yfirborðslag hlémegin, með samsíða þráðum, er lágu eins og nýslegið gras í átt frá pollunum. Eftir örstutta athugun á þessu var augljóst, að þetta hár mynd- aðist úr bráðnu hrauni, sem þeyttist Náttúrufræðingurinn 53 (3-4), bls. 127-134, 1984 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.