Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1984, Blaðsíða 40
fellingar rótarflækjur sem hanga niður úr grassverðinum í rofabörðum. Um áhrif þessara nornahára á skepnur er fjallað í Rentukammers- bréfi frá Lýði Guðmundssyni, sýslu- manni Vestur-Skaftfellinga (ísl. Stjórnard. ísl. Journ. 9, nr. 1438). Þar segir (þýð. S. F>.): „Pað merkilegasta er að á þessum síð- ast nefndu stöðum [Síðu og Fljóts- hverfij og á Skeiðarársandi hefur fund- ist einskonar hárkennt efni, sem rignt hefur niður og hefur sumsstaðar vöðlast saman í knippi, annarsstaðar í einskon- ar kransa eða hringi, og að því er skyn- samt fólk hefur komist að raun um er þetta það sem er skaðlegast og óheilnæmast fyrir skepnur svo að ef þær éta þetta með grasinu drepast þær eftir 7—8 daga“. Sæmundur Hólm hefur svipað um þetta að segja í riti sínu um Skaftár- elda (Sæmundur Hólm, 1784, bls. 46). Sumarið 1784 kannaði Magnús Stephensen að tilskipan danskra yfir- valda nýju hraunin og eldstöðvarnar í Vestur-Skaftafellssýslu. í riti sínu um Skaftárelda (Magnús Stephensen, 1785), því ítarlegasta sem enn hefur verið ritað um þá og afleiðingar þeirra, nefnir hann nornahársregnið fyrsta gosdaginn og einnig samskonar regn 12. júní, sem mun vera það sama og Jón Steingrímsson segir hafa orðið 14. júní. í 27. kafla ritsins fjallar Magnús um ýmis afbrigði af hrauni og vikri og lýsir 5 sýnum, sem hann tók. Sýni 1 segir hann líkjast „frauði af bræddu járni“ (bls. 89), en sýni 4 „leit út eins og venjulegt hraun“ (bls. 89). Síðar skrifar hann (bls. 90—91): „Gráu hártrefjarnar reynast vera sömu náttúru og sýni 1 og 4 og hefur efnið í þeim að líkindum myndað þessa fínu þræði, sem teygðust og urðu hárfínir þegar þeir þeyttust upp úr eldfjallinu og brotnuðu auðveldlega sakir fínleika síns þegar vindurinn dreif þá burt og kastaði þeim til jarðar. 24 agnir af þess- um þráðum bráðnuðu í hægum eldi og urðu að svörtu gleri“. Magnús getur þess í neðanmálsgrein (bls. 91), að prófessor Wilke í Stokk- hólmi hafi fengið smásýni af nornahári frá íslandi og skýrt myndun þess á svipaðan máta. Sjálfur skrifar Wilke, að það hafi verið „Hrn. Olav Olavsen" [þ. e. Ólafur Olavius, sem kunnur er m. a. fyrir sína merkilegu ferðabók], sem sent hafi Akademíunni sýnið. í bréfi til Bjarna amtmanns Þorsteins- sonar, dags. 13. jan. 1819, minnist Olavius Jóns Steingrímssonar og segist hafa fengið bréf frá honum í Kaup- mannahöfn 1784 með „en Pröve af den haaragtige Lava sem faldt i Aaret 1783“ og hafi hann gefið prófessorum Bugge og Kratzenstein dálítið af, en sent afganginn til Stokkhólms og Lundúna (Matthías Þórðarson 1925, bls. 71). Wilke skrifar m. a. (þýð. S. í>.): „Eftir að brennisteinsblönduð aska og steinar höfðu þeyttst upp í 7 daga sam- fleytt tóku menn eftir því, að með féll einnig þetta efni, sem undir smásjá reynist vera eintómir glerþræðir úr bráðnu hrauni, og raunar af sama tagi og sá vúlkanski sandur, sem þeir eru blandaðir. Ætla má, að steinar, sem þeyttst hafa upp með miklum krafti, hafi teygt út þessa þræði eins og gler í loga, sem svo hafi brotnað í stormi eða sprengingum og fallið niður að lokum sem miklu léttari" (Chem. Ann. 1784, bls. 328). Þeir Magnús Stephensen og prófess- or Wilke verða líklega að deila með sér ærunni að verða fyrstir til að setja fram nokkurnvegin rétta skýringu á myndun nornahára. Að Skaftáreldum frátöldum er myndun nornahárs í eldgosi hérlendis ekki getið fyrr en í sambandi við Öskjugosið 1875. Á ferð sinni um Austurland sumarið 1882 fór Þorvald- ur Thoroddsen yfir gjóskugeirann og 130
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.