Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 46
Mynd 1. Eldgos í Gjástykki í október 1980. Myndin sýnir nyrsta hluta gossprungunnar
gegnt Sandmúla. Hæstu kvikustrókarnir eru 70 til 80 metrar á hæð. Myndin er tekin úr
flugvél kl. 01:20, hinn 19. 10. 1980. - Lava fountains in the Krafla eruption fissure. Seen
from an aeroplane at 01:20 the 19. 10. 1980 at a low angle. The maximum height of
fountains is 70—80 m. Ljósm.lphoto Páll Imsland.
vera tæplega 10 cm langt, en flest hár-
anna voru á bilinu 1 til 5 cm. Hárin eru
yfirleitt bein en finnast þó einnig bog-
in. Slíkt er fremur sjaldgæft, en þess
má geta, að nornahár sem mynduðust
í eldgosinu í St. Helens á vesturströnd
Bandaríkjanna í maí 1980 (EOS, 61.
tölubl. 1980, forsíðumynd), voru sum
hver vafin upp í lykkjur og hnúta.
Einnig hafa slíkar flækjur fundist í jap-
önskum nornahárum (Sasaki o. fl.
1981), en hafa ekki sést í íslenskum
nornahárum. í þessu sambandi er rétt
að hafa hugfast að kvikan sem kom
upp í eldgosunum í Mt. St. Helens og
einnig þeim japönsku, sem hér er vitn-
að til, hafði allt aðra efnasamsetningu
og aðra eðliseiginleika, var bæði seig-
ari og kaldari en basaltkvikan úr
Kröflu og öðrum íslenskum eld-
stöðvum, sem myndað hafa nornahár.
Þessar erlendu bergkvikur eru mun
ríkari af kísilsýru (Si02) en basalt. Þær
eru kallaðar súrar og samsvara berg-
tegundunum trakýt, íslandít, dasít og
rýólít.
í sumum íslensku nornaháranna má
greina örsmáa kristalla og er þá venju-
lega hnúður eða þykkildi á hárinu þar
sem kristallinn er undir. í nornahári
frá Kröflu hafa þessir kristallar verið
greindir til tegunda og eru þær tvær,
plagíóklas og ólivín. Ólivín-kristallarn-
ir hafa hreint og dæmigert kristalform
(eru euhedral) (mynd 9). Þessir krist-
allar hafa verið byrjaðir að vaxa í kvik-
136