Náttúrufræðingurinn - 1984, Qupperneq 48
Mynd 3. Smásjármynd af nornahárum úr Kröflugosinu í nóvember 1981. Grennstu hárin
eru um 0.001 mm í þvermál, en þau sverustu eru 0.08 mm. Örin bendir á örlítið gjallkorn
með kúlulaga gasblöðrum. Slík korn myndast á annan hátt en nornahárin. — Photomicro-
graph of Pele’s hair from the November eruption of Krafla 1981. Hair diameters range
from 0.001 mm to 0.08 mm. The arrow points to a knot-like thickening with spherical gas
vesicles. Grains ofthis type areformed undir somewhat different eruption mechanism than
Pele’s hair. Ljósm.lphoto Páll Imsland.
hárin eru ekki þétt og massíf, heldur
liggja eins konar rör eða pípur eftir
þeim endilöngum (sjá myndir 4-10).
Þau röranna, sem ekki eru brotin,
innihalda gastegundir úr kvikunni,
sem ekki hafa náð að sleppa út. í
mörgum röranna eru ennfremur
vökvabólur (sjá myndir 5, 7, 8 og 9).
Örsmá kristalkorn eru sjáanleg innan
á veggjum sumra röranna (mynd 8),
einkum virðast þessi korn vera þar
sem vökvabólurnar eru.
Rör þau, sem að framan er getið,
eru afleiðing þess að gastegundir, sem
uppleystar eru í kvikunni á miklu dýpi,
losna úr upplausn og mynda sjálfstæð-
ar gasbólur eða blöðrur í kvikunni,
þegar hún nálgast yfirborð jarðar.
Þegar gasið losnar úr kvikunni þenst
það jafnt til allra átta um leið og
blöðruveggirnir storkna. Oftast finn-
ast slíkar gasblöðrur í hraunum og
vikri, sem meira eða minna kúlulaga
holrúm. í þeim tilvikum hefur kvikan
ekki verið á neinni teljandi hreyfingu,
þegar blöðrurnar mynduðust og kvik-
an storknaði. Rör nornaháranna eru
hins vegar pípulaga vegna þess að
kvikan er á hraðri hreyfingu á meðan
gasið losnar og kvikan storknar.
Blöðrurnar dragast því út í löng rör
um leið og kvikan dregst út í löng hár.
Eins og að framan er getið, skapast
skilyrði til myndunar nornahára í
kvikustrókum. í Kröflugosunum hafa
kvikustrókar verið algengir, einkum í
138