Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 52
um fylgir alltaf öskumyndun en oft
einnig vikurmyndun. Venjulega þenst
kvikan nokkuð jafnt í allar áttir við
gasbólumyndunina. Hún þenst þá oft-
ast svo mikið, að blöðruveggirnir rifna
og kvikan tætist í smáagnir, ösku, í
stað þess að hanga saman sem storkin
glerfroða, þ. e. vikur. Sé útstreymis-
hraði kvikunnar í slíkum gosum mjög
mikill og gosstrókurinn stöðugur (ekki
púlsandi eða stakar sprengingar), get-
ur það leitt til þess að kvikan þenjist
og togni samtímis. Þá myndast vikur,
sem hefur aflangar blöðrur. Þenjist
kvikan svo mikið undir þessum
kringumstæðum, að blöðruveggirnir
rifna, verða öskukornin þráðlaga eða
nálótt. Það er því myndunarlega séð
viss skyldleiki með nornahárum og
nálóttri ösku, en mikill munur er á
efnasamsetningu kvikunnar. í ein-
stöku tilvikum fer saman svo mikill
útstreymishraði súrrar kviku og svo
mikið gasinnihald, að súr nornahár
myndast (Sasaki o. fl. 1981). Að öll-
um líkindum er kvikan þá einnig
óvenjulega þunnfljótandi miðað við
súrar kvikur almennt. Eins og fyrr seg-
ir, eru ekki þekkt súr nornahár úr
íslenskum eldstöðvum en nálótt
öskulög eru hér þekkt í jarðvegi. Eins
og sjá má af mynd 6 þá er mikill svipur
með innri gerð nálóttu kornanna og
nornaháranna.
Nornahár, sem urðu til í Kröflugos-
inu í nóvember 1981, í Surtseyjargos-
inu (ágúst 1966) og snemma í Skaftár-
eldum 1783, hafa verið efnagreind, og
er samsetning háranna sýnd í töflu I.
Einnig er þar sýnd samsetning glersins
úr efra nálalaginu. Hér er um að ræða
efnagreiningar, sem gerðar eru á ör-
greini, og sýna þær því samsetningu
glersins eins og hún er í örlitlum
punkti. Samsetning glersins í norna-
hárunum er í öllum tilvikum nauðalík
samsetningu meginhluta þeirra gos-
efna, sem upp komu í gosunum á sama
tíma og hárin mynduðust. Það er því
augljóslega ekki beint samsetning
kvikunnar, sem leiðir til nornahárs-
myndunarinnar, heldur stjórnast hún
af útstreymishætti (extrusion mechan-
ism) gossins og magni uppleysanlegra
gasa í kvikunni.
Samsetning gasanna, sem í rörunum
eru, er enn óþekkt, og sama á við um
vökvabólur og hinar örfínu kristal-
agnir, sem í gasrörunum finnast. Líkur
eru til að gassamsetningin í rörunum
haldist óbreytt, þó einhver tími líði þar
til samsetning þeirra verður greind.
Almennt er fremur lítið vitað um sam-
setningu gasa í bergkviku og veldur
því aðallega hversu erfitt er að safna
þeim áður en þau mengast af andrúms-
lofti. Vonir standa til að afla megi
mjög mikilvægrar vitneskju um þenn-
an þátt, með því að greina samsetn-
ingu gasanna í rörum nornahára. Nú
eru tæknilegir möguleikar fyrir hendi á
greiningu gasa í svo litlu magni, án
þess að þau komi nokkurn tíma í snert-
ingu við andrúmsloft, en svo hefur
ekki verið fram að þessu.
Ákvörðun á eðlisþunga glersins í
nornahárinu frá Kröflu (nóvember
1981) gefur 2.79g/cm '. Hárin voru fín-
mulin í agatskál og gasrörin þannig
sprengd. Ákvörðunin sjálf var síðan
gerð í svokallaðri „pychnometer-
flösku“. Niðurstaðan segir því til um
eðlisþunga sjálfs glersins og um leið
nokkurn veginn eðlisþunga afgasaðrar
bergkvikunnar á yfirborði jarðar.
142