Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 55

Náttúrufræðingurinn - 1984, Side 55
Helgi Torfason: Nornahár III. Nornahár frá Kröflugosinu í janúar 1981 Þann 30. janúar 1981 hófst eldgos í Éthólum, norður af Kröflu. Þegar ég var við eldstöðvarnar þann 31. janúar og fram á morgun 1. febrúar varð ég ekki var við myndun eiginlegra norna- hára, aðeins grófra nála sem voru 1—2 mm í þvermál, auk gjalls og ösku. Mestallan tímann var ég staddur vestan við gossprunguna og lagði mökkinn til austurs. Seinni part nætur breytti um vindátt og lagði þá fnykinn og eimyrjuna til vesturs. Smám saman dró úr gosinu og lauk því þann 4. febrúar 1981. Þeistareykir liggja í 14 kílómetra fjarlægð í norðvestur frá Éthólum. Er ég var við jarðfræðiathuganir á Þeistareykjum sumarið 1981 veitti ég því athygli að í mörgum gjánum þar var talsvert magn af nornahárum. Þar sem ég hafði verið við eldstöðvarnar í gosinu í janúar sama ár og ekki tekið eftir myndun nornahára þótti mér þetta í fyrstu nokkuð furðulegt. Helst datt mér í hug að nornahárin væru frá fyrir goshrinum, en seinna lærðist mér að svo gat ekki verið. Sunnan við Bæjarfjall eru nútíma- hraun sem eru sundurrist af ungum sprungum og gjám; nefnist þar Rand- ir. Sumar þessarra gjáa eru illar yfir- ferðar og allt að 10 m djúpar eða meira og geta orðið 3-4 m á breidd. Sandur hefur fokið í víðustu gjárnar og er auðvelt að komast niður í þær. í gjánum við Randir fann ég mikið af nornahárum. Höfðu þau vafalaust fok- ið niður í gjárnar og safnast þar sam- an. Yfirleitt höfðu hárin safnast í los- aralega vöndla og var sums staðar mik- ið af rusli í þeim, aðallega grasfræ og strá. Var þarna um að litast eins og á fremur óþrifalegri rakarastofu. 1 gjám norðan við Bæjarfjall var einnig nokkuð mikið af nornahárum, en er athugaðar voru gjár við Lamba- fjöll, 2 km vestar, reyndist mun minna af hárum í þeim. Á Hólasandi, Iengra til suðurs, varð ég ekki var við nein hár og við Stóra Víti voru þau lítið áberandi. Virðist sem nornahárin hafi aðallega komið niður á fremur tak- mörkuðu svæði umhverfis og ofan á Bæjarfjalli, því þar fann ég myndar- lega lagða af nornahárum. Staðir þar sem ég varð var við lagða af nornahár- um í nágrenni Þeistareykja eru sýndir á 1. mynd. Ekki var dreifing háranna könnuð í aðrar áttir frá eldstöðvunum, en líklega hefur eitthvert magn borist til austurs, því þangað lagði gosmökk- inn mestallan gostímann. Nornahárin frá Þeistareykjum eru mjög fín, og ekki frábrugðin þeim sem lýst er hér að framan. Þvermál hára sem komu til jarðar í 14-18 km fjar- lægð frá eldstöðvunum mældist vera á bilinu 0.001—0.01 mm og meðalþver- Náttúrufræðingurinn 53 (3-4), bls. 145-147, 1984 145
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.