Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 78
lýsinga um vinnslugetu jarðhitasvæðis-
ins við Reyki.
JARÐLÖG OG BROTAKERFI
Á 3. mynd er jarðfræðikort, sem
Kristján Sæmundsson hefur gert af
umhverfi Reykja, en Kristján hefur
haft með höndum jarðfræðiathuganir
á þessum slóðum (Ólafur G. Flóvenz
o. fl. 1982). Bergmyndunum í
Fnjóskadal má í grófum dráttum
skipta í tvennt, svokallað Eyjafjarð-
arbasalt og Kinnarfjallabasalt. Það
fyrrnefnda er 7-10 milljón ára, dæmi-
gerð blágrýtismyndun úr einföldum
hraunlögum með rauðalögum á milli.
Það myndar berggrunninn í Eyjafirði.
Þar hallar hraunlögunum yfirleitt um
5—7° niður til austurs. Á belti sem
liggur eftir endilangri Vaðlaheiði og
suður um Reyki, eykst halli Eyjafjarð-
arbasaltsins skyndilega í 15-30°.
Verulegar óreglur í halla fylgja þessu
hallabreytingarbelti og bera þess merki
að jarðskorpan sé verulega brotin upp
á þessum slóðum. Kinnarfjallabasaltið
liggur mislægt ofan á Eyjafjarð-
arbasaltinu. Elstu hlutar þess eru um 5
milljón ára. Það er að mestu leyti úr
þunnum dyngjuhraunum. Sums staðar
eru allþykk setlög inn á milli dyngju-
hraunanna. Þá liggja kerfi bergganga
og misgengja um Reykjasvæðið með
stefnu u. þ. b. 10° austan við norður.
Þau sjást vel í giljum og klettabeltum í
nærliggjandi fjöllum. Halli þeirra er
yfirleitt vestlægur, 60—75° frá láréttu.
Dalbotninn, þar sem heita vatnið
kemur til yfirborðs, er huiinn set-
lögum, ár- og jökulframburði. Því sést
ekki hvort uppstreymi heita vatnsins
úr berggrunninum tengist einhverju
þessara misgengja eða ganga. Mis-
gengjabelti þetta teygir sig áfram
norður í Ljósavatnsskarð og er jarðhit-
inn við Stóru-Tjarnir í því.
Til viðbótar áðurnefndu kerfi mis-
gengja og ganga, sjást tveir gangar
nyrst í Tungufjalli með stefnu
NV—SA. Stefna þeir í átt að laugun-
um við Reyki.
Heita vatnið við Reyki kemur því
upp þar sem þrjú misfellubelti í jarð-
lögum skerast; hallabreytingarbeltið,
N —S misgengja- og gangabeltið og
NV—SA gangarnir úr Tungufjalli.
Jarðlög við Reyki eru því augljóslega
mikið brotin og líkur til að heitt vatn
eigi þar greiða leið um.
JARÐEÐLISFRÆÐIMÆLINGAR
Eins og áður hefur komið fram mæl-
ist mjög lágt viðnám í jörðu við Reyki
í Fnjóskadal. Viðnám í jörðu í
Fnjóskadal sunnan Ljósavatnsskarðs
er fremur lágt, um 40 ohmm (í þurrum
hraunum á Reykjanesi er viðnám t. d.
hærra en 5000 ohmm, stundum jafnvel
tugþúsund ohmm, og í kalda grunn-
vatninu þar undir er viðnám oft 500—
1500 ohmm). Við Reyki kemur fram í
viðnámsmælingum lag með lágu við-
námi, 15—30 ohmm (4. mynd). Lagið
kemur upp undir yfirborð við laugarn-
ar en dýpkar til allra átta út frá því,
mest þó til austurs og vesturs. Það
bendir til þess að lágviðnámið og jarð-
hitinn tengist N—S migengja- og
gangabeltinu. Viðnámsmælingar þess-
ar hafa ekki næga upplausn (=grein-
ingarhæfni, þ. e. hæfileika til að að-
greina tvo eða fleiri hluti) til að greina
einstakar velleiðandi sprungur eða
ganga með þeirri nákvæmni sem þarf
til að unnt sé að staðsetja borholu með
viðunandi öryggi. Því verður að leita
annarra aðferða til að finna slíkar
brotalamir.
Segulmælingar eru algengasta að-
ferðin til að kortleggja ganga og
misgengi sem hulin eru jarðvegi. Þeim
fylgir þó sá ljóður að missa ört upp-
lausn eftir því sem þykkt niður á berg-
168