Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 82

Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 82
var ekkert vitað um halla uppstreymis- rásarinnar. Því var afráðið að Ieita uppstreymisrásarinnar og halla hennar með því að bora nokkrar grunnar hol- ur ( 100 m) í grennd lauganna. RANNSÓKNARBORANIR Haustið 1979 voru boraðar 6 rann- sóknarholur á Reykjum. Staðsetning þeirra er sýnd á 5. mynd. Þær eru númeraðar í þeirri röð sem þær voru boraðar. Fimm þeirra voru staðsettar á línu þvert á norður—suður brota- línustefnuna. Fyrstu holunni var val- inn staður uppi í malarhólunum. Til- gangurinn með henni var að kanna hvort vatnið í laugunum væri aðrunnið frá uppstreymisrás undir hólunum. Við borun komu fram allnokkrar vatnsæð- ar ofan á berggrunninum. Þóttu þær gefa til kynna að uppstreymisrásin væri enn vestar. Hola 2 var því boruð tals- vert vestar. Hún hitti ekki á neinar umtalsverðar æðar. Var þá talið hugs- anlegt að uppstreymið kynni að vera milli holu 1 og 2. Beindist nú grunur- inn að norðvestlæga ganginum, sem sést í Tungufjalli, og rekja má lang- leiðina að jarðhitasvæðinu (sjá 5. mynd). Hola 3 var staðsett með það í huga að hitta í gang þennan. Hún hitti í ganginn rétt við yfirborð berggrunns- ins, en aðeins óverulegar vatnsæðar fundust miðað við þær sem fram komu í holu 1. Að þessu loknu var afráðið að bora holur 4 og 5 nálægt laugunum en sitt hvoru megin við þær, og holu 6 allnokkru sunnan lauganna, en þannig að hún færi nálægt norðvestlæga gang- inum. Allnokkrar æðar fundust í þess- um holum, einkum holum 4 og 5. Æð- arnar voru hins vegar allar í lausu jarð- lögunum, sem liggja ofan á berggrunn- inum. Holurnar voru allar hitamældar strax eftir borun og virtist hola 4 vera heitust. Var því afráðið að dýpka hana í 200 m. Engar æðar komu fram við þessa dýpkun. Meðan á borun stendur er talsverðu magni af köldu vatni dælt ofan í hol- urnar til að hindra ofhitnun borkrón- unnar og skola upp bergmylsnunni. Þetta kalda vatn kælir holuveggina verulega. Að borun lokinni geta liðið margir mánuðir uns holan hefur náð að fullhitna á ný. Því var afráðið að hætta borunum í bili og láta holurnar hitna í nokkra mánuði, mæla þær síð- an þegar þær væru orðnar fullheitar og draga þá upp hitamynd af svæðinu. MÆLINGAR í BORHOLUM OG JARÐLAGAGREINING Meðan á borun stendur berst efnið sem borkrónan mylur upp til yfirborðs með kælivatninu sem fíngert svarf. Svarfið er síað frá vatninu og því brugðið undir smásjá til greiningar. Má þannig fá þokkalegar upplýsingar um gerð jarðlaga í borholunni. Að borun lokinni eru ennfremur mældir ýmsir eiginleikar bergsins í holuveggj- unum (eðlisþyngd, poruhluti, við- nám). Til þess eru notuð sérstök mæli- tæki sem rennt er niður eftir holunum. Þessum aðferðum hefur áður verið lýst í grein í Náttúrufræðingnum (Valgarð- ur Stefánsson 1980). Saman gefa svarf- greiningin og borholumælingarnar mjög skýra mynd af einstökum jarð- lögum sem holan sker. Ásgrímur Guð- mundsson, jarðfræðingur, gerði jarð- lagasniðið út frá borsvarfi og borholu- mælingum (ó.mynd). Um það bil 6 mánuðum eftir lok rannsóknarborananna voru allar hol- urnar hitamældar. Kom þá í ljós að hola 4 var langheitust. Búið var til líkan af vatnsæðakerfinu út frá hita- mælingunum. Líkanið er sýnt á 6. mynd ásamt einfölduðum niðurstöð- um jarðlagagreiningarinnar. Líkanið 172
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.