Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 83
6. mynd. Líkan af efstu 200 metrum jarðskorpunnar við laugarnar. - A simplified model
of the lithology and thermal conditions in the uppermost 200m around the hot springs at
Reykir. Legend : 1) Soil cover, 2) Tertiary basalts, 3) Reworked hyaloclastite, 4) Red
Beds, 5) Intrusive rocks, 6) Isotherm, 7) Aquifer.
felur í sér að aðfærsluæð lauganna sé
sprunga í berggrunninum með
norður-suður stefnu, sem nær yfir-
borði berggrunnsins skammt vestan
lauganna. Þaðan berst vatnið út í æðar
í lausu jarðlögunum og til yfirborðs í
laugunum. Samanburður á hitastigi í
holum 4 og 5 sýnir að æðinni hallar
87-89° til vesturs og hitastig í henni er
nokkuð yfir 100° C. Jafnframt verða
hitamælingarnar í holu 2 ekki skýrðar
á annan veg en að heit æð fylgi norð-
vestlæga ganginum, sem hola 2 skar
efst í berggrunninum.
DÝPKUN HOLU 4
Haustið 1982 var ráðist í borun að
Reykjum. Vegna skekkju á holu 4 var
valinn sá kostur að bora nýja holu rétt
við holu 4 í stað þess að dýpka hana.
Holan var boruð niður á 650 m dýpi.
Á 260 m dýpi hitti borinn á allstóra
vatnsæð sem líkast til er aðfærsluæð
hveranna. Að auki fundust nokkrar
minni æðar neðar. Lítill sem enginn
þrýstingur er á heita vatninu. Þegar
borað var og skolvatni dælt niður í
holuna tapaðist skolvatnið úr í æðarn-
ar en þegar hætt var að bora runnu úr
holunni allt að 201/s. Að lokinni borun
dvínaði sjálfrennslið úr holunni tals-
vert fyrst í stað. í maí 1983 hafði
rennslið minnkað í 7-8 1/s og virtist
orðið nokkuð stöðugt.
Til þess að kanna hve mikið vatn má
vinna úr holunni þarf að reynsludæla
holuna í langan tíma. Það hefur ekki
verið gert, en er næsti áfangi í rann-
sókn svæðisins.
ÞAKKARORÐ
Samstarfsmönnum mínum í þessu
verki, jarðfræðingunum Ásgrími
Guðmundssyni og Kristjáni Sæmunds-
173