Náttúrufræðingurinn - 1984, Page 88
1. mynd. Yfirlitsmynd sem
sýnir þá staði sem hvítgæsa-
parið sást á vorið og
sumarið 1963 í Skagafirði
(punktar), svo og aðrir staðir
nefndir í texta. Varpstaður-
inn er einnig sýndur
(stjarna). - Places at which
the pair of white geese was
observed in spring and sum-
mer 1963 (dots) and other
local narnes mentioned in
text. The location of the nest
is also shown (star). Farms:
squares, village: hatched
area.
VARPIÐ í SKAGAFIRÐI
Fyrstu skráðar athuganir um hvít-
gæsir í Skagafirði er að finna í bréfi
Sigfúsar Sigurðssonar frá Nautabúi til
Finns Guðmundssonar (ódags. 1963).
Sigfús sá hvítgæsir þann 11. maí 1963,
neðan við svonefndan Fornós, sem er
ofarlega á Borgarsandi við Sauðár-
krók. Þessi staður er sýndur á 1.
mynd, ásamt öðrum örnefnum sem
koma fyrir í þessari grein.
Samkvæmt munnlegum upplýsing-
um Sigfúsar síðar, höfðu þessir fuglar
sést nokkru áður við Hólkot vestan
Miklavatns. Lýsti hann fuglunum sem
drifhvítum með svarta vængenda og
bleikgult nef. Annar fuglinn var held-
ur stærri. Meðal gæsa er karlfuglinn
yfirleitt stærri en kvenfuglinn.
Næst sá Sigfús fuglana 12. maí í
svokölluðu Mjóanesi, sem er tangi út í
Miklavatn að austanverðu. Nesið er á
svonefndum Borgarskógum (eða
Skógum) en það er svæðið milli Mikla-
vatns og vestari kvíslar Héraðsvatna.
Skógar er fallegt votlendissvæði, mjög
178